Lífið

Íslandsþáttur 30 Rock slær í gegn

Ein af aðalpersónum 30 Rock uppgötvar sér til mikillar skelfingar að sólin virðist aldrei setjast að sumri til á Íslandi.
Ein af aðalpersónum 30 Rock uppgötvar sér til mikillar skelfingar að sólin virðist aldrei setjast að sumri til á Íslandi.

Íslandsþáttur bandaríska gamanþáttarins 30 Rock sló heldur betur í gegn þegar hann var frumsýndur vestanhafs á fimmtudagskvöldið. Ef marka má gagnrýnendur á netinu virðist Íslands-tengingin hafa heppnast ótrúlega vel því flestir sjónvarpsrýnar voru sammála um þeir hefðu viljað sjá framhald af henni í næstu þáttum. Semsagt, gott grín á kostnað Íslands.

Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu kemur Ísland töluvert við sögu í fjórða þætti þessarar margverðlaunuðu þáttaraðar. Jenna Maroney, leikinn af Jane Krakowski, hefur lengi dreymt um frægð og frama í Hollywood og lítur svo á að lukkudísirnar hafi svo sannarlega snúist á sveif með sér þegar henni er boðið hlutverk í varúlfamynd. Upphaflega stóð til að Victoria Beckham ætti að leika rulluna en þegar hún forfallast er Jenna beðin um að hlaupa í skarðið.

Eina vandamálið er að tökur á myndinni fara fram á Íslandi að sumri til: „Sólin virðist vera öðruvísi á Íslandi en í Bandaríkjunum því hún virðist aldrei setjast þar. Og þið vitið þetta sennilega ekki, af því að þið hafið aldrei leikið tunglsérfræðing, að varúlfar birtast ekki nema bara þegar það er orðið dimmt,“ útskýrir Jenna þegar hún er beðin um að útskýra af hverju tökurnar ganga svona brösuglega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.