Enski boltinn

Nani vill ekki fara frá Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nani og Ronaldo eru góðir vinir.
Nani og Ronaldo eru góðir vinir. Nordic Photos/Getty Images

Portúgalinn Nani hefur engan áhuga á að yfirgefa herbúðir Man. Utd þó svo honum hafi gengið illa að festa sig í sessi í byrjunarliðinu.

Nani var aldrei þessu vant í byrjunarliðinu í gær en var tekinn af velli í hálfleik. Í hans stað kom Tevez sem breytti leiknum.

Nani hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í sex leikjum í úrvalsdeildinni í vetur og nokkuð hefur verið fjallað um að hann muni yfirgefa félagið í sumar.

„Það er auðvitað erfitt að komast í byrjunarliðið hérna enda eru svo margir góðir leikmenn hjá félaginu. Vissulega er erfitt að fá ekki að spila mikið en ég hef enn sjálfstraust og vonast til þess að taka frekari þátt," sagði Nani.

„Stjórinn hefur ekkert rætt við mig en ég vil vera áfram. Ég vil alls ekki fara og það hefur enginn sagt við mig að ég þurfi að fara."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×