Laugarásvideó rís úr öskustónni 26. nóvember 2009 05:30 Slapp betur en á horfðist Gunnar Jósefsson opnar Laugarásvideó aftur í desember. Hann stefnir á að geta boðið aftur upp á stærsta dvd-safn landsins. Fréttablaðið/pjetur Margur kvikmyndaáhugamaðurinn var harmi sleginn þegar Laugarásvideó brann í lok sumars. Þeir sömu geta nú andað léttar því leigan mun opna aftur á sama stað. „Þetta leit hrikalega út og maður var ansi svartsýnn. Hélt hreinlega að 23 ára starf væri farið forgörðum á einni nóttu,“ segir Gunnar Jósefsson, eigandi Laugarásvideós. „Þetta slapp þó betur en á horfðist því allavega fjörutíu prósent af dvd-diskunum eru í lagi. Maður er búinn að vera að þrífa, pússa og setja diskana í ný umslög í þrjá mánuði núna og svo náttúrlega bara að panta inn efni á fullu. Það er verið að koma húsnæðinu í samt lag og við stefnum á að opna aftur 12. desember næstkomandi. Það verður hátíð. Hljómsveitir að spila og snittur!“ Margir tóku brunann nærri sér og netsíðan Kvikmyndir.is setti söfnun í gang. „Það söfnuðust nokkrir hundraðkallar sem nýttust vel í enduruppbygginguna,“ segir Gunnar. Hann er viss um að Laugarásvideó muni halda sérstöðu sinni og stefnir á að geta fljótlega staðið undir slagorði leigunnar og verið með stærsta dvd-safn landsins. Það vita færri að Laugarásvideó starfrækir útibú í Borgarnesi. „Ég byrjaði fyrir jól í fyrra að keyra á Laugarásvideó-bílnum til Borgarness með fullt af diskum,“ segir Anna Ólöf Kristjánsdóttir, sem sér um Borgarnesútibúið. „Við leigðum okkur bara íbúð – það var nóg af tómum íbúðum í Borgarnesi – og rákum leiguna þaðan til að byrja með. Vorum með afgreiðslukassann inni í eldhúsi. Leigan var bara opin um helgar en þetta mæltist svo vel fyrir að við ákváðum að opna í varanlegu húsnæði að Borgarbraut 52 og erum búin að vera þar síðan í mars. Þessi leiga er náttúrlega eitthvað öðruvísi en leigan í bænum, með minna úrval, en mikið af diskasafninu bjargaðist úr eldinum af því diskarnir voru í Borgarnesi.“drgunni@centrum.is Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Margur kvikmyndaáhugamaðurinn var harmi sleginn þegar Laugarásvideó brann í lok sumars. Þeir sömu geta nú andað léttar því leigan mun opna aftur á sama stað. „Þetta leit hrikalega út og maður var ansi svartsýnn. Hélt hreinlega að 23 ára starf væri farið forgörðum á einni nóttu,“ segir Gunnar Jósefsson, eigandi Laugarásvideós. „Þetta slapp þó betur en á horfðist því allavega fjörutíu prósent af dvd-diskunum eru í lagi. Maður er búinn að vera að þrífa, pússa og setja diskana í ný umslög í þrjá mánuði núna og svo náttúrlega bara að panta inn efni á fullu. Það er verið að koma húsnæðinu í samt lag og við stefnum á að opna aftur 12. desember næstkomandi. Það verður hátíð. Hljómsveitir að spila og snittur!“ Margir tóku brunann nærri sér og netsíðan Kvikmyndir.is setti söfnun í gang. „Það söfnuðust nokkrir hundraðkallar sem nýttust vel í enduruppbygginguna,“ segir Gunnar. Hann er viss um að Laugarásvideó muni halda sérstöðu sinni og stefnir á að geta fljótlega staðið undir slagorði leigunnar og verið með stærsta dvd-safn landsins. Það vita færri að Laugarásvideó starfrækir útibú í Borgarnesi. „Ég byrjaði fyrir jól í fyrra að keyra á Laugarásvideó-bílnum til Borgarness með fullt af diskum,“ segir Anna Ólöf Kristjánsdóttir, sem sér um Borgarnesútibúið. „Við leigðum okkur bara íbúð – það var nóg af tómum íbúðum í Borgarnesi – og rákum leiguna þaðan til að byrja með. Vorum með afgreiðslukassann inni í eldhúsi. Leigan var bara opin um helgar en þetta mæltist svo vel fyrir að við ákváðum að opna í varanlegu húsnæði að Borgarbraut 52 og erum búin að vera þar síðan í mars. Þessi leiga er náttúrlega eitthvað öðruvísi en leigan í bænum, með minna úrval, en mikið af diskasafninu bjargaðist úr eldinum af því diskarnir voru í Borgarnesi.“drgunni@centrum.is
Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira