Fótbolti

Puyol ekki með gegn Englandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Puyol, til hægri, fagnar marki í leik með Barcelona.
Puyol, til hægri, fagnar marki í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP

Carles Puyol, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, verður ekki er Spánverjar mæta Englendingum í vináttulandsleik á miðvikudaginn kemur.

Puyol meiddist er Barcelona vann 3-1 sigur á Sporting Gijon á sunnudaginn og er útilokað að hann nái sér í tæka tíð fyrir leikinn.

Talið er þó líklegt að Fernando Torres verði með Spánverjum þó svo að hann hafi átt í vandræðum með meiðsli á undanförnum mánuðum.

Þá vonast David Beckham til þess að koma við sögu í leiknum og spila þar með sinn 108. landsleik á ferlinum sem væri metjöfnun fyrir útileikmann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×