Innlent

Erla Ósk vill fimmta sætið

Erla Ósk Ásgeirsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Erla er stjórnmálafræðingur að mennt og stundar nám í opinberri stjórnsýslu. Hún starfar í markaðsdeild á viðskiptabankasviði Landsbankans.

Erla hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár og situr meðal annars í Miðstjórn flokksins. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur hún verið varaþingmaður og í tvígang tekið sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún er formaður fjölskyldunefndar flokksins og á sæti í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna.

Erla stefnir á 5. sæti á lista sjálfstæðismanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×