Serðir Monster syngur um kreppuna 5. október 2009 03:00 Serðir monster snýr aftur Sverrir Stormsker breytti úr klámi í kreppu. „Það eru sirka tvær vikur í hana," segir Sverrir Stormsker um nýjustu plötuna sína, Tekið stærst upp í sig. Platan er lokahluti trílógíu, sem hófst árið 1995 með plötunni Tekið stórt upp í sig. Ári síðar kom Tekið stærra upp í sig og nú er sem sé síðasti hlutinn að koma út. „Ég gæti svo sem gert Tekið langstærst upp í sig, en þá væri ég að blóðmjólka hugmyndina," segir Sverrir, eða Serðir Monster eins og hann kallar sig á þessum plötum. „Þetta átti að vera groddaleg plata, vel klámvæn eins og hinar, en þá kom þessi skemmtilega kreppa sem mér fannst ég verða að taka fyrir," segir hann. „En er þetta samt ekki sami hluturinn, þannig séð, kreppa og klám? Það er verið að taka okkur í (blíbb) í báðum tilfellum." Fyrri plöturnar tvær gengu mjög vel - „eins og ískaldir klattar" gantast Sverrir - og hann á von á að sú nýja geri það líka. Það er líka öllu tjaldað til, þarna eru 19 lög og „gomma af söngvurum", Magni, Laddi og Birgitta Haukdal svo einhverjir séu nefndir. „Nei, Birgitta syngur ekki klámtexta, enda væri ekki hægt að láta einhvern sem lítur út eins og kópur til augnanna klæmast að neinu ráði," segir Sverrir. „En Sveppi er þarna og syngur eitt lag með Snorra Snorrasyni úr Idolinu. Það heitir „Nei, nei, ekki á kjólinn." Flest lögin á plötunni eru frumsamin en fyrsta lagið til að heyrast er tökulag, hinn væmni seventís-slagari „Seasons in the sun", sem heitir í flutningi Serðis „Mín slísí saga er sönn". Þar syngur hann meðal annars: „Ég á í felum í útlöndum, jú eitthvað pínupons af milljörðum. Ég held ég flýi'af Íslandi. Hér eru allir hvíslandi, ef ég er eitthvað sýslandi. Ég er foj, ég'er í fönn. Öll mín slísí saga'er sönn. En öll lög eru hjóm, ég mun aldrei fá neinn dóm." - drg Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Það eru sirka tvær vikur í hana," segir Sverrir Stormsker um nýjustu plötuna sína, Tekið stærst upp í sig. Platan er lokahluti trílógíu, sem hófst árið 1995 með plötunni Tekið stórt upp í sig. Ári síðar kom Tekið stærra upp í sig og nú er sem sé síðasti hlutinn að koma út. „Ég gæti svo sem gert Tekið langstærst upp í sig, en þá væri ég að blóðmjólka hugmyndina," segir Sverrir, eða Serðir Monster eins og hann kallar sig á þessum plötum. „Þetta átti að vera groddaleg plata, vel klámvæn eins og hinar, en þá kom þessi skemmtilega kreppa sem mér fannst ég verða að taka fyrir," segir hann. „En er þetta samt ekki sami hluturinn, þannig séð, kreppa og klám? Það er verið að taka okkur í (blíbb) í báðum tilfellum." Fyrri plöturnar tvær gengu mjög vel - „eins og ískaldir klattar" gantast Sverrir - og hann á von á að sú nýja geri það líka. Það er líka öllu tjaldað til, þarna eru 19 lög og „gomma af söngvurum", Magni, Laddi og Birgitta Haukdal svo einhverjir séu nefndir. „Nei, Birgitta syngur ekki klámtexta, enda væri ekki hægt að láta einhvern sem lítur út eins og kópur til augnanna klæmast að neinu ráði," segir Sverrir. „En Sveppi er þarna og syngur eitt lag með Snorra Snorrasyni úr Idolinu. Það heitir „Nei, nei, ekki á kjólinn." Flest lögin á plötunni eru frumsamin en fyrsta lagið til að heyrast er tökulag, hinn væmni seventís-slagari „Seasons in the sun", sem heitir í flutningi Serðis „Mín slísí saga er sönn". Þar syngur hann meðal annars: „Ég á í felum í útlöndum, jú eitthvað pínupons af milljörðum. Ég held ég flýi'af Íslandi. Hér eru allir hvíslandi, ef ég er eitthvað sýslandi. Ég er foj, ég'er í fönn. Öll mín slísí saga'er sönn. En öll lög eru hjóm, ég mun aldrei fá neinn dóm." - drg
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira