Innlent

Óskað eftir vitnum af umferðaróhappi

Umferðaróhapp varð við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar á níunda tímanum í kvöld. Bifhjól og bifreið, sem ekið var norður Kringlumýrarbraut, rákust saman með þeim afleiðingum að bifhjólið hafnaði á vegriði og skemmdist töluvert en engin slys urðu á fólki.
Ökumaður bifreiðarinnar beygði vestur Miklubraut og yfirgaf vettvang án þess að athuga með líðan bifhjólamannsins en um var að ræða dökkbláan 7 manna fjölskyldubíl með skyggðum afturrúðum.

Þeir sem vitni urðu að atburðinum og geta veitt upplýsingar um bifreiðina eða ökumann hennar eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444-1000.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×