Lífið

Sumarhóparnir kveðja í kvöld

Flögra burt 
Sumarstarfi skapandi sumarhópa er nú lokið. Mönnum gefst þó færi á að líta hópana augum í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld. Hér eru strákarnir í Agent Fresco.
fréttablaðið/arnþór
Flögra burt Sumarstarfi skapandi sumarhópa er nú lokið. Mönnum gefst þó færi á að líta hópana augum í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld. Hér eru strákarnir í Agent Fresco. fréttablaðið/arnþór

Uppskeruhátíð skapandi sumarhópa Hins hússins, Vængjasláttur, verður haldin hátíðleg í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld. Þar geta gestir séð brot af því sem hóparnir hafa verið að starfa við undanfarnar vikur.

Að sögn Ásu Hauksdóttur, deildarstjóra menningarmála Hins hússins, hefur sumarið gengið vonum framar og mikill fjöldi fólks fengið að njóta afrakstursins víða um bæinn.

„Hóparnir hafa verið virkilega metnaðarfullir og faglegir í listsköpuninni þannig að þetta verður mjög fjölbreytt og flott dagskrá sem boðið verður upp á í kvöld og ég hvet sem flesta til að mæta.“

Hún segir marga sumarhópa halda samstarfinu áfram eftir að sumarstarfinu ljúki.

„Það hefur sýnt sig og sannað í gegnum tíðina að margir af okkar krökkum eiga eftir að halda áfram að gera sig gildandi í menningarlífinu hér og hefur fjöldi landsþekktra listamanna nýtt sér sumarhópana sem stökkpall út í listalífið. Má þar meðal annars nefna Benna Hemm Hemm, Amiinu, Ilm Kristjánsdóttur, Stefán Hall og Björn Thors.“

Vængjasláttur hefst stundvíslega klukkan 20.00 og er aðgangur ókeypis. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.