Innlent

Raforkuverð sligar garðyrkjubændur

Helga Arnardóttir skrifar
Raforkuverð er að sliga íslenska garðyrkjubændur eftir að 25 prósenta hækkun tók nýlega gildi. Útlitið er svart segir framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjubænda. Hann telur marga neyðast til að hætta framleiðslu yfir vetrartímann verði raforkuverð ekki lækkað.

Reglugerð sem tryggði garðyrkjubændum niðurgreiðslu á flutningsverði raforku var nýlega breytt. Nú þurfa þeir að borga um 25 prósent meira fyrir raforkuverðið en bændur vilja meina að hækkunin sé meiri.

Bóndi sem rekur um fimm þúsund fermetra gróðurhús borgaði fyrir hækkun um 2,3 milljónir á mánuði fyrir orkuna. Nú borgar hann um tæplega 2,8 milljónir á mánuði. Þetta er um fimm hundruð þúsund króna hækkun.

Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjubænda, segir þá þurfa að fá gjaldskrá í samræmi við umfang framleiðslu og afslátt á raforkuverði.

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lagði fram fram fyrirspurn um málið á þingi í gær en fátt var um svör frá ríkisstjórninni. Hann segir brýnt að bæta úr þessu því nú sé tími athafna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×