Innlent

Vilja ódýrari frístundastarf

Börn að leik.
Börn að leik.
Samfylkingin lagði til á fundi borgarstjórnar í dag að gengið verði til viðræðna um að ná niður kostnaði fjölskyldna og barna við íþróttir, listir og ýmis konar frístundir. Að mati borgarfulltrúa flokksins er um að ræða stóra kostnaðarliði í heimilisbókhaldi barnamargra fjölskyldna. Lagt er til að allt að hundrað milljónir verði nýttar til þessa af liðinum ófyrirséð.

Tillagan gerir ráð fyrir að borgin gangi til viðræna við íþróttafélög, æskulýðssamtök, tónlistar- og listaskóla og aðra aðila sem sinna uppbyggilegu frístundastarfi í Reykjavík.

„Markmiðið viðræðnanna verði að lækka kostnað fjölskyldna og barna og einfalda aðgengi að íþróttum, frístundum og listnámi þrátt fyrir efnahagsþrengingar. Þannig verði stefnt að almennari og meiri þátttöku á verði sem fleiri ráða við. Sérstaklega verði hugað að úrræðum þeirra sem búa við þröngan fjárhag heima fyrir," segir í tillögu Samfylkingarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×