Erlent

Sirius Star úr höndum sjóræningja

Sómalskir sjóræningjar létu í dag frá sér sádí arabískt risaolíuskip, Sirius Star, sem þeir hertóku úti fyrir strönd Sómalíu um miðjan nóvember. Í gær voru greiddar þrjár milljónir bandaríkjadala í lausnargjald fyrir skipið.

Upphaflega var gerð krafa um fimmtán milljónir dala. Skipið er það stærsta sem sjóræningjar hafa nokkru sinni lagt undir sig. Skipið er þrjú hundruð þúsund tonn. Það var fullhlaðið olíu sem var verið að flytja til Bandaríkjanna þegar það var tekið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×