Innlent

2312 skráðar skammbyssur í umferð á Íslandi

Magnús Már Guðmundsson skrifar

Um áramótin voru skráð 52.123 skotvopn í landskrá skotvopna. Þar af eru 2312 skammbyssur. Vika er síðan að lögregla handtók 16 ára gamlan pilt sem gekk um Smáíbúðahverfið vopnaður skammbyssu. Henni hafði hann stolið úr ólæstri hirslu föður síns sem er fyrrverandi lögreglumaður. Drengurinn hleypti af byssunni við leikskólann Jöfra.

Aukin réttindi og virkni í skotfélagi

Einstaklingar geta fengið leyfi til að eignast skammbyssu vegna atvinnu auk vopna vegna íþróttaskotfimi. Til að fá leyfi fyrir skammbyssu þarf viðkomandi að hafa aukin skotvopnaréttindi og vera virkur meðlimur í viðurkenndu skotfélagi. Stjórn félagsins þarf að staðfesta að viðkomandi hafi stundað reglulegar æfingar í viðurkenndum keppnisflokki í tvö ár og ekki gerst brotlegur við öryggisreglur félagsins.

Meðal þeirra sem geta fengið skammbyssuleyfi eru lögreglumenn, bændur á lögbýlum, dýralæknar og starfsmenn sveitarfélaga sem vinna við minkaveiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×