Erlent

Pandabjörninn Gu Gu lítt við alþýðuskap

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Gu Gu hefur nú í þrígang roðið trýni sitt mannsblóði.
Gu Gu hefur nú í þrígang roðið trýni sitt mannsblóði.

Skapstygg panda í dýragarðinum í Peking, höfuðborg Kína, bergði á mannsblóði í þriðja skiptið í gær þegar hún beit gest sem klifraði yfir girðinguna til að ná í leikfang sem barn hafði misst inn fyrir.

Pandan heitir Gu Gu og er ein af skærustu stjörnum dýragarðsins en jafnframt þekkt fyrir að vera lítt við alþýðuskap og geðstirð í meira lagi. Maðurinn slapp með skrekkinn og tannaför á báðum fótum, en þetta er í þriðja skiptið sem Gu Gu ræðst á fólk sem hættir sér inn fyrir girðinguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×