Innlent

Forsætisráðherra bregst við athugasemdum Umboðsmanns

Forsætisráðuneytið auglýsti embætti skrifstofustjóra efnahags- og alþjóðafjármálaskrifstofu laust til umsóknar á Starfatorgi í gær. Forsætisráðherra hafði áður sett Björn Rúnar Guðmundsson tímabundið í embættið frá 1. nóvember síðastliðnum til 31. ágúst 2009. Umboðsmaður Alþingis komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að sú ráðning hefði verið ólögleg vegna þess að starfið hafði ekki verið auglýst. Mæltist hann til þess að ráðuneytið gerði bragabót á.

Samkvæmt auglýsingunni á Starfatorgi skipar forsætisráðherra í embættið til fimm ára frá 1. mars næstkomandi. Mun skrifstofustjórinn stýra starfsemi og mannahaldi efnahags- og alþjóðafjármálaskrifstofu og vinna að stefnumótun ráðuneytisins á sviði efnahagsmála. Í starfinu felist m.a. eftirlit og eftirfylgni við efnahagsstefnu stjórnvalda ásamt upplýsingaöflun og mati á stöðu og horfum í efnahagsmálum, og samskipti við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn vegna samkomulags og áætlunar um efnahagsstöðugleika á Íslandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×