Sport

Dakar: 9 sekúndur á milli forystubílanna

Volkswagen er í fyrstu þremur sætunum í Dakar rallinu og munar aðeins 9 sekúndum á fyrstu tveimur ökumönnunum.
Volkswagen er í fyrstu þremur sætunum í Dakar rallinu og munar aðeins 9 sekúndum á fyrstu tveimur ökumönnunum. Mynd: AFP

Volkswagen er í góðri stöðu í Dakar rallinu eftir titlölulega stuttan sprett í dag. Keppendur óku 275 km á sérleið og náði Carlos Sainz 9 sekúndna forskoti á de Villiers, en báðir aka Volkswagen.

Sainz var í þriðja sæti fyrir daginn í dag, en náði að skáka keppinautum sínum þegar ökumenn óku leið sem lá á milli Argentínu og Chile. Aksturinn tók aðeins rúmar tvær og hálfa klukkustundir. Mótsstjórn ákvað að auðvelda mönnum daginn, eftir tvo erfiða daga.

"Sérleiðin í dag var nokkuð erfið, mikið um polla og leirkenndan jarðveg. En Volkwagen liðið er í góðri stöðu", sagði Sainz. Engar liðsskiparnir eru hjá Volkswagen, en de Villiers missti fyrsta sætið til Sainz eftir að sprakk hjá honum. Þá voru vandræði í gírkassanum í bíl hans.

Robby Gordon á Hummer hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu. Hann var með þriðja besta tíma í dag og er fimmti í röðinni yfir heildina.

Sýnt er frá mótinu á Eurosport á Fjölvarpinu kl. 22.00 á hverju kvöldi á meðan Dakar stendur yfir, en vika er enn eftir af mótinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×