Innlent

Kvartaði undan samflokksmönnum

 Mikið líf var í þingsalnum við upphaf þingfundar, en heldur fækkaði í salnum þegar leið á umræðurnar.
Fréttablaðið/Vilhelm
Mikið líf var í þingsalnum við upphaf þingfundar, en heldur fækkaði í salnum þegar leið á umræðurnar. Fréttablaðið/Vilhelm

Alþingi Þingmenn ræddu kosti og galla þess að senda Evrópusambandinu (ESB) aðildar­umsókn í allan gærdag og fram eftir kvöldi, og stóð þingfundur enn þegar Fréttablaðið fór í prentun.

Uppnám varð í þinginu í gær þegar Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, kvartaði undan þrýstingi frá samflokksmönnum sínum. Ásmundur sagði að sér hefði verið sagt að styddi hann tillögu sjálfstæðismanna um tvöfalda atkvæðagreiðslu gæti komið til stjórnar­slita, og ákvað að taka ekki frekari þátt í umræðu á þinginu í gær.

Þingfundur mun hefjast á ný klukkan 10.30 í dag, en ólíklegt er að atkvæði verði greidd um tillöguna fyrr en eftir helgi, segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Ekki verður þingfundur á morgun.

Aðildarumsókn að ESB er annað tveggja hitamála sem til stendur að klára áður en sumarþingi lýkur. Þingið á einnig eftir að fjalla um Icesave-samningana. Ásta Ragnheiður segir ekki ljóst hvenær það mál komi úr nefnd og til umræðu í þinginu. Það verði þó vonandi í næstu viku. Á því velti hvenær sumarþingi ljúki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×