Ham bjargaði jólunum 23. desember 2009 06:00 jólakraftaverk Bloodgroup lenti í kröppum dansi í Hollandi en strákarnir í HAM björguðu málunum í anda jólanna. „Það átti að skilja okkur í Bloodgroup eftir í Amsterdam,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Jónsson. Ragnar og félagar í hljómsveitinni Bloodgroup komust í hann krappan í Hollandi um helgina. Þar komu þau fram á tónlistarhátíðinni Reykjavík to Rotterdam ásamt Mugison, Benny Crespo‘s Gang og Ham. Skipulagning hátíðarinnar er í höndum Hollendingsins Marcel Edwin Deelen og Ragnar segir framkomu hans hafa verið ótrúlega. „…Að ætla að skilja okkur eftir, peninga- og kreditkortalaus í Amsterdam yfir jólin. Þau létu okkur vita tíu mínútum fyrir flug að við þyrftum að redda okkur sjálf,“ segir hann. Forsagan er sú að flugin sem voru bókuð fyrir hljómsveitina voru þannig tímasett að engin leið hefði verið að ná þeim. „Við þurftum ný flug og þeir vildu ekki borga fyrir þau,“ segir Ragnar. Meðlimum Bloodgroup stóð ekki á sama, þar sem þau sáu fram á að eyða jólunum auralaus í Amsterdam. Marcel haggaðist ekki og svo fór að Óttarr Proppé og félagar í hljómsveitinni HAM slógu saman og hlupu undir bagga. „HAM bjargaði jólunum,“ segir Ragnar. Helgi Rúnar Gunnarsson, söngvari og gítarleikari Benny Crespo‘s Gang, setur einnig spurningarmerki við skipulag og kynningu hátíðarinnar. Á heimasíðu Reykjavík to-samtakanna kemur fram að þeir sem taka þátt geti gengið að því vísu að besta mögulega markaðsstarf sé unnið í hverju landi. Helgi tekur ekki undir það. „Þeir borguðu mörg hundruð þúsund krónur til að koma öllu liðinu út til að spila, staðurinn var þvílíkt flottur – en það mættu 40 manns,“ segir hann. „Þetta var ekkert kynnt. Þeir gerðu ekki einu sinni „event“ á Facebook og buðu vinum sínum.“ Helgi er einnig ósáttur við vinnubrögð Marcel Edwin sem hann segir hafa notað gjafabréf, sem Benny Crespo‘s Gang fékk í gegnum Loftbrú, til að greiða flugferðir starfsmanna hátíðarinnar. „Við borgum skatt af þessum styrkjum,“ segir Helgi og bætir við að Marcel hafi logið og sagt við þau að hann hafi ekki notað gjafabréfin. Jón Páll Ásgeirsson, fjölmiðlafulltrúi hátíðarinnar á Íslandi, segir að Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri IMX, hafi bókað illa tímasett flug Bloodgroup frá London. „Við gátum ekki borið ábyrgð á þessum mistökum,“ segir hann. Hann viðurkennir að það hafi verið mistök að halda Bloodgroup á flugvellinum í von um að málið myndi leysast, en flugið til London fór í millitíðinni. Jón gat ekki tjáð sig um gjafabréfin sem Marcel á að hafa notað í leyfisleysi . Ekki náðist í Marcel Edwin Deelen við vinnslu fréttarinnar. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira
„Það átti að skilja okkur í Bloodgroup eftir í Amsterdam,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Jónsson. Ragnar og félagar í hljómsveitinni Bloodgroup komust í hann krappan í Hollandi um helgina. Þar komu þau fram á tónlistarhátíðinni Reykjavík to Rotterdam ásamt Mugison, Benny Crespo‘s Gang og Ham. Skipulagning hátíðarinnar er í höndum Hollendingsins Marcel Edwin Deelen og Ragnar segir framkomu hans hafa verið ótrúlega. „…Að ætla að skilja okkur eftir, peninga- og kreditkortalaus í Amsterdam yfir jólin. Þau létu okkur vita tíu mínútum fyrir flug að við þyrftum að redda okkur sjálf,“ segir hann. Forsagan er sú að flugin sem voru bókuð fyrir hljómsveitina voru þannig tímasett að engin leið hefði verið að ná þeim. „Við þurftum ný flug og þeir vildu ekki borga fyrir þau,“ segir Ragnar. Meðlimum Bloodgroup stóð ekki á sama, þar sem þau sáu fram á að eyða jólunum auralaus í Amsterdam. Marcel haggaðist ekki og svo fór að Óttarr Proppé og félagar í hljómsveitinni HAM slógu saman og hlupu undir bagga. „HAM bjargaði jólunum,“ segir Ragnar. Helgi Rúnar Gunnarsson, söngvari og gítarleikari Benny Crespo‘s Gang, setur einnig spurningarmerki við skipulag og kynningu hátíðarinnar. Á heimasíðu Reykjavík to-samtakanna kemur fram að þeir sem taka þátt geti gengið að því vísu að besta mögulega markaðsstarf sé unnið í hverju landi. Helgi tekur ekki undir það. „Þeir borguðu mörg hundruð þúsund krónur til að koma öllu liðinu út til að spila, staðurinn var þvílíkt flottur – en það mættu 40 manns,“ segir hann. „Þetta var ekkert kynnt. Þeir gerðu ekki einu sinni „event“ á Facebook og buðu vinum sínum.“ Helgi er einnig ósáttur við vinnubrögð Marcel Edwin sem hann segir hafa notað gjafabréf, sem Benny Crespo‘s Gang fékk í gegnum Loftbrú, til að greiða flugferðir starfsmanna hátíðarinnar. „Við borgum skatt af þessum styrkjum,“ segir Helgi og bætir við að Marcel hafi logið og sagt við þau að hann hafi ekki notað gjafabréfin. Jón Páll Ásgeirsson, fjölmiðlafulltrúi hátíðarinnar á Íslandi, segir að Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri IMX, hafi bókað illa tímasett flug Bloodgroup frá London. „Við gátum ekki borið ábyrgð á þessum mistökum,“ segir hann. Hann viðurkennir að það hafi verið mistök að halda Bloodgroup á flugvellinum í von um að málið myndi leysast, en flugið til London fór í millitíðinni. Jón gat ekki tjáð sig um gjafabréfin sem Marcel á að hafa notað í leyfisleysi . Ekki náðist í Marcel Edwin Deelen við vinnslu fréttarinnar. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira