Lífið

Bruni söng til heiðurs Mandela

Carla Bruni söng opinberlega til heiðurs Mandela.
Carla Bruni söng opinberlega til heiðurs Mandela.
Carla Bruni, forsetafrú Frakklands, vakti mikla athygli á veitingastað í gær þegar hún söng á skemmtun til heiðurs Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku.

Mandela var ekki á staðnum, eftir því sem fram kemur á fréttavef Telegraph, en fjöldi frægðarfólks var saman kominn til að fagna lífi hans. Á meðal þeirra sem komu fram var Stevie Wonder. Þá naut Bruni aðstoðar Daves Stewart, fyrrum gítarleikara Eurythmics, til að koma söngnum klakklaust frá sér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.