Innlent

Bíl stolið meðan eigandinn borgaði fyrir bensín

Fólksbíl var stolið við bensínstöð Shell við Hraunbæ um tvöleytið. Á meðan að eigandi bílsins var inni að greiða fyrir bensín fór maður inn í bílinn og ók honum á brott.

Lögreglan er nú að fara yfir myndir úr eftirlitsmyndavél. Um ungan dökkhærðan mann er að ræða. Hann var í ljósum jakka og með hund með sér. Bílinn er grár Yaris en númerið á honum er NE-129.

Ef einhver hefur séð bílinn má sá hinn sami tilkynna það til lögreglu í síma 444-1100. Lögregla segir fátítt að bílum sé stolið á þennan hátt.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×