Kærunefnd stöðvar Vodafone-samning 19. júní 2009 05:00 Sævar Freyr Þráinsson „Það er ánægjulegt að kærunefndin skuli hafa stöðvað þetta ferli því það var klúður í uppsiglingu," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, um þá ákvörðun kærunefndar útboðsmála að stöðva gerð samninga við Vodafone um símaþjónustu fyrir Landspítalann. Eins og kom fram í Fréttablaðinu 4. júní kærði Síminn þá ákvörðunRíkiskaupa að semja við Vodafone fjarskiptaþjónustu fyrir Landspítalann. Vodafone bauð hagstæðari kjör í útboði í mars, eða 185 milljónir króna fyrir þriggja ára samning en Síminn bauð 227 milljónir. Síminn taldi að Vodafone uppfyllti ekki skilyrði útboðsins þar sem fyrirtækið hefði neikvæða eiginfjárstöðu. Tilboðin áttu að renna út í maí en Ríkiskaup frestuðu samningagerðinni. Í bréfi Júlíusar S. Ólafssonar, forstjóra Ríkiskaupa, til Símans sagði að þótt tilboðsgjafi hefði neikvætt eigið fé þegar hann skilaði inn tilboði mætti gera undanþágu ef eigið féð væri jákvætt þegar kæmi að undirritun samnings - sem í þessu tilviki væri stefnt að í byrjun júlí. Ríkisbankarnir Landsbankinn, Straumur og Íslandsbanki eiga nú samtals tvo þriðju hluta í Teymi, móðurfélagi Vodafone. Kærunefnd útboðsmála stöðvaði í fyrradag samningana við Vodafone þar til hún tekur endanlega afstöðu til kæru Símans. Nefndin segir það meginreglu útboðsréttar að breyta ekki í meginatriðum skilmálum útboðs eftir að tilboðum er skilað inn því það raski jafnvægi milli bjóðenda. „Mögulega má gera undantekningar frá þessu ef allir þátttakendur útboðsins samþykkja eða ef málefnalegar ástæður réttlæta breytinguna," segir nefndin og bendir á að ekki hafi allir tilboðagjafar samþykkt að framlengja tilboðin. „Þá fær kærunefnd ekki séð að málefnalegar ástæður réttlæti að framlengja gildistíma tilboða," segir nefndin, sem kveður „verulegar líkur" á að Ríkiskaup hafi brotið gegn lögum. Hrannar Pétursson, forstöðumaður almennatengsla hjá Vodafone, sagði ákvörðun kærunefndar útboðsmála enn ekki hafa borist fyrirtækinu. Því gæti hann að svo stöddu ekki lýst afstöðu Vodafone til niðurstöðu nefndarinnar. Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
„Það er ánægjulegt að kærunefndin skuli hafa stöðvað þetta ferli því það var klúður í uppsiglingu," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, um þá ákvörðun kærunefndar útboðsmála að stöðva gerð samninga við Vodafone um símaþjónustu fyrir Landspítalann. Eins og kom fram í Fréttablaðinu 4. júní kærði Síminn þá ákvörðunRíkiskaupa að semja við Vodafone fjarskiptaþjónustu fyrir Landspítalann. Vodafone bauð hagstæðari kjör í útboði í mars, eða 185 milljónir króna fyrir þriggja ára samning en Síminn bauð 227 milljónir. Síminn taldi að Vodafone uppfyllti ekki skilyrði útboðsins þar sem fyrirtækið hefði neikvæða eiginfjárstöðu. Tilboðin áttu að renna út í maí en Ríkiskaup frestuðu samningagerðinni. Í bréfi Júlíusar S. Ólafssonar, forstjóra Ríkiskaupa, til Símans sagði að þótt tilboðsgjafi hefði neikvætt eigið fé þegar hann skilaði inn tilboði mætti gera undanþágu ef eigið féð væri jákvætt þegar kæmi að undirritun samnings - sem í þessu tilviki væri stefnt að í byrjun júlí. Ríkisbankarnir Landsbankinn, Straumur og Íslandsbanki eiga nú samtals tvo þriðju hluta í Teymi, móðurfélagi Vodafone. Kærunefnd útboðsmála stöðvaði í fyrradag samningana við Vodafone þar til hún tekur endanlega afstöðu til kæru Símans. Nefndin segir það meginreglu útboðsréttar að breyta ekki í meginatriðum skilmálum útboðs eftir að tilboðum er skilað inn því það raski jafnvægi milli bjóðenda. „Mögulega má gera undantekningar frá þessu ef allir þátttakendur útboðsins samþykkja eða ef málefnalegar ástæður réttlæta breytinguna," segir nefndin og bendir á að ekki hafi allir tilboðagjafar samþykkt að framlengja tilboðin. „Þá fær kærunefnd ekki séð að málefnalegar ástæður réttlæti að framlengja gildistíma tilboða," segir nefndin, sem kveður „verulegar líkur" á að Ríkiskaup hafi brotið gegn lögum. Hrannar Pétursson, forstöðumaður almennatengsla hjá Vodafone, sagði ákvörðun kærunefndar útboðsmála enn ekki hafa borist fyrirtækinu. Því gæti hann að svo stöddu ekki lýst afstöðu Vodafone til niðurstöðu nefndarinnar.
Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira