Kærunefnd stöðvar Vodafone-samning 19. júní 2009 05:00 Sævar Freyr Þráinsson „Það er ánægjulegt að kærunefndin skuli hafa stöðvað þetta ferli því það var klúður í uppsiglingu," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, um þá ákvörðun kærunefndar útboðsmála að stöðva gerð samninga við Vodafone um símaþjónustu fyrir Landspítalann. Eins og kom fram í Fréttablaðinu 4. júní kærði Síminn þá ákvörðunRíkiskaupa að semja við Vodafone fjarskiptaþjónustu fyrir Landspítalann. Vodafone bauð hagstæðari kjör í útboði í mars, eða 185 milljónir króna fyrir þriggja ára samning en Síminn bauð 227 milljónir. Síminn taldi að Vodafone uppfyllti ekki skilyrði útboðsins þar sem fyrirtækið hefði neikvæða eiginfjárstöðu. Tilboðin áttu að renna út í maí en Ríkiskaup frestuðu samningagerðinni. Í bréfi Júlíusar S. Ólafssonar, forstjóra Ríkiskaupa, til Símans sagði að þótt tilboðsgjafi hefði neikvætt eigið fé þegar hann skilaði inn tilboði mætti gera undanþágu ef eigið féð væri jákvætt þegar kæmi að undirritun samnings - sem í þessu tilviki væri stefnt að í byrjun júlí. Ríkisbankarnir Landsbankinn, Straumur og Íslandsbanki eiga nú samtals tvo þriðju hluta í Teymi, móðurfélagi Vodafone. Kærunefnd útboðsmála stöðvaði í fyrradag samningana við Vodafone þar til hún tekur endanlega afstöðu til kæru Símans. Nefndin segir það meginreglu útboðsréttar að breyta ekki í meginatriðum skilmálum útboðs eftir að tilboðum er skilað inn því það raski jafnvægi milli bjóðenda. „Mögulega má gera undantekningar frá þessu ef allir þátttakendur útboðsins samþykkja eða ef málefnalegar ástæður réttlæta breytinguna," segir nefndin og bendir á að ekki hafi allir tilboðagjafar samþykkt að framlengja tilboðin. „Þá fær kærunefnd ekki séð að málefnalegar ástæður réttlæti að framlengja gildistíma tilboða," segir nefndin, sem kveður „verulegar líkur" á að Ríkiskaup hafi brotið gegn lögum. Hrannar Pétursson, forstöðumaður almennatengsla hjá Vodafone, sagði ákvörðun kærunefndar útboðsmála enn ekki hafa borist fyrirtækinu. Því gæti hann að svo stöddu ekki lýst afstöðu Vodafone til niðurstöðu nefndarinnar. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Það er ánægjulegt að kærunefndin skuli hafa stöðvað þetta ferli því það var klúður í uppsiglingu," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, um þá ákvörðun kærunefndar útboðsmála að stöðva gerð samninga við Vodafone um símaþjónustu fyrir Landspítalann. Eins og kom fram í Fréttablaðinu 4. júní kærði Síminn þá ákvörðunRíkiskaupa að semja við Vodafone fjarskiptaþjónustu fyrir Landspítalann. Vodafone bauð hagstæðari kjör í útboði í mars, eða 185 milljónir króna fyrir þriggja ára samning en Síminn bauð 227 milljónir. Síminn taldi að Vodafone uppfyllti ekki skilyrði útboðsins þar sem fyrirtækið hefði neikvæða eiginfjárstöðu. Tilboðin áttu að renna út í maí en Ríkiskaup frestuðu samningagerðinni. Í bréfi Júlíusar S. Ólafssonar, forstjóra Ríkiskaupa, til Símans sagði að þótt tilboðsgjafi hefði neikvætt eigið fé þegar hann skilaði inn tilboði mætti gera undanþágu ef eigið féð væri jákvætt þegar kæmi að undirritun samnings - sem í þessu tilviki væri stefnt að í byrjun júlí. Ríkisbankarnir Landsbankinn, Straumur og Íslandsbanki eiga nú samtals tvo þriðju hluta í Teymi, móðurfélagi Vodafone. Kærunefnd útboðsmála stöðvaði í fyrradag samningana við Vodafone þar til hún tekur endanlega afstöðu til kæru Símans. Nefndin segir það meginreglu útboðsréttar að breyta ekki í meginatriðum skilmálum útboðs eftir að tilboðum er skilað inn því það raski jafnvægi milli bjóðenda. „Mögulega má gera undantekningar frá þessu ef allir þátttakendur útboðsins samþykkja eða ef málefnalegar ástæður réttlæta breytinguna," segir nefndin og bendir á að ekki hafi allir tilboðagjafar samþykkt að framlengja tilboðin. „Þá fær kærunefnd ekki séð að málefnalegar ástæður réttlæti að framlengja gildistíma tilboða," segir nefndin, sem kveður „verulegar líkur" á að Ríkiskaup hafi brotið gegn lögum. Hrannar Pétursson, forstöðumaður almennatengsla hjá Vodafone, sagði ákvörðun kærunefndar útboðsmála enn ekki hafa borist fyrirtækinu. Því gæti hann að svo stöddu ekki lýst afstöðu Vodafone til niðurstöðu nefndarinnar.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira