Innlent

Öryrkjar óttaslegnir

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Öryrkjabandalagið segir fyrirhugaða tekjulækkun stjórnvalda siðlausa.
Öryrkjabandalagið segir fyrirhugaða tekjulækkun stjórnvalda siðlausa. Mynd/Arnþór

„Fólk er óttaslegið um sinn hag," segir Guðmundur Magnússon, varaformaður Öryrkjabandalagsins. „Öryrkjar eru ekkert öðruvísi en annað fólk, þeir eru líka með heimili, lán og svo framvegis."

ÖBÍ hefur sent frá sér ályktun þar sem það mótmælir kjaraskerðingum sem fram koma í frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Frumvarpið var lagt fyrir í gær.

Í ályktuninni kemur fram að bandalagið telur að lagðar séu auknar álögur á öryrkja í formi „lágtekjuskatts" með frumvarpinu. ÖBÍ segir siðleysi að lækka mánaðartekjur lífeyrisþega með 10 daga fyrirvara eins og nú sé lagt til. Jafnframt krefst bandalagið þess að ríkisstjórnin dragi til baka þessi áform sín og leiti annarra leiða til að ná fram sparnaði í ríkisfjármálunum.

Guðmundur segir marga hafa hringt í sig í dag og hljóðið sé þungt í félagsmönnum.

„Í hádeginu í dag sagði forsætisráðherra að laun undir 400 þúsund krónum yrðu ekki snert. Það er greinilegt að öryrkjar og ellilífeyrisþegar eru þarna teknir út fyrir sviga" segir Guðmundur að lokum.

Ályktun ÖBÍ má í heild sinni lesa hér.








Tengdar fréttir

Hyggjast stoppa í 20 milljarða fjárlagagat á árinu

Um níu þúsund opinberir starfsmenn mega búast við lækkun heildarlauna, sælgæti og gos hækkar og margvíslegur niðurskurður verður í starfsemi ríkisins. Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins furðar sig á að ekki skuli farið út í að innheimta skatt af lífeyristekjum, sem gæfi nánast sama pening í ríkissjóð og allar skattahækkanir og aðhald á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×