Innlent

Steingrímur hrósaði þingmanni Sjálfstæðisflokksins

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hrósaði Unni Brá Konráðsdóttur, þingmannni Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um ráðstafanir í ríkisfjármálum á Alþingi í dag. Ráðherrann sagði ferskan tón vera í málflutningi hennar.

Steingrímur mælti fyrr í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum en því er ætlað að leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið með ýmsum aðgerðum. Umræður um frumvarpið hafa staðið í allan dag.

„Ég met það svo að fólkið í landinu og fyrirtækin megi ekki við frekari álögum að hálfu ríkisstjórnarinnar," sagði Unnur og bætti við að almenningur og fyrirtækin mættu engan tíma missa.

Unnur sagði að þegar komi að niðurskurðinum skipti rétt forgangsröðun og jafnfræði í aðgerðum mestu máli. „Forgangsatriði er að þjónusta sem snýr að öryggi landsmanna sé í forgrunni. Við Íslendingar þurfum nú að snúa bökum saman og leggja saman á hinn úfna sæ sem framundan er.“

Steingrímur tók undir með Unni og sagði ferska tón einkenna málflutning hennar. Hann sagði mikilvægt að hugsa þessa hluti í samhengi.

„Það gleður mig að geta glatt fjármálamálaráðherra,“ sagði Unnur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×