Innlent

Önnur skjálftahrina við Krýsuvík

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Svo virðist sem tjón af völdum skjálftans komist ekki í hálfkvisti við Suðurlandsskjálftann fyrir ári, en afleiðingar hans má sjá á myndinni.
Svo virðist sem tjón af völdum skjálftans komist ekki í hálfkvisti við Suðurlandsskjálftann fyrir ári, en afleiðingar hans má sjá á myndinni. Mynd/Valli

Talsverð skjálftavirkni hefur verið í grennd við Krýsuvík í kvöld. Skjálftahrina reið yfir klukkan 20:37, en þá mældust nokkrir skjálftar á bilinu 3 til 4,3 á Richter. Fyrr í kvöld mældist skjálfti um 4,2 á Richter sem margir fundu fyrir.

Nokkrir hafa haft samband við fréttastofu vegna skjálftanna. Svo virðist sem seinni hrinan hafi fundist alla leið til miðbæjar Reykjavíkur, en íbúi þaðan hafði samband og sagðist hafa fundið fyrir henni.

Kona úr Kópavogi hafði einnig samband og sagðist hafa dauðbrugðið þegar allt tók að hristast og skjálfa meðan hún sat á klósettinu í seinni skjálftahrinunni.

Vísir hefur þó ekki frétt af neinu tjóni vegna skjálftanna, ef frá er talinn lesandi sem sendi fréttastofu tölvupóst og sagði sex til átta glös í sinni eigu hafa dottið í gólfið í skjálftanum og mölbrotnað.






Tengdar fréttir

Engin skelfing á elliheimilinu

Aðalheiður Guðmundsdóttir, íbúi á elliheimili í Grindavík, sagðist hafa fundið greinilega fyrir jarðskjálftanum sem reið yfir á Suðurnesjum fyrir tæpri klukkustund síðan.

Öflugur jarðskjálfti á Reykjanesi

Öflugur jarðskjálfti reið yfir klukkan 18:13. Upptök skjálftans voru við Kleifarvatn um tvo kílómetra vest-suðvestur af Krýsuvík. Jarðskjálftinn var 4,2 á Richter. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst greinilega fyrir skjálftanum í Hafnarfirði og víðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×