Hrunflokkastjórn 7. október 2009 06:00 Allt útlit er fyrir að einungis þrír flokkar séu starfhæfir á Alþingi þessa dagana: Framsókn, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur. Hinir tveir flokkarnir eru í svo bágbornu ástandi að þeir geta varla stýrt sér sjálfum. Borgarahreyfingin missti þingmann frá borði strax í sumar. Skömmu síðar sagði þingflokkur hreyfingarinnar skilið við megnið af baklandinu og hélt sína leið undir nýju nafni. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er klofin í herðar niður og bíður nú komu Steingríms formanns, sem væntanlegur er til landsins í dag. Máttur hans má vera mikill til að honum lukkist að binda hópinn svo saman að það dugi lengur en að næstu dagblaðafyrirsögn eða beinu sjónvarpsútsendingu. Vandamál VG er augljóst óþol í hluta þingflokksins og grasrótarinnar fyrir því að vera orðinn valdaflokkur og hluti af kerfinu. Þetta er auðvitað grátleg staða fyrir þann hluta VG sem vill leggja sitt af mörkum við stjórn landsins. Þar fer fremstur í flokki Steingrímur J. Sigfússon. Frammistaða hans í ríkisstjórn hefur fest hann í sessi sem yfirburða forystumann í íslensku stjórnmálalífi. Maður þarf ekki að vera samstiga honum í pólitík til að komast að þeirri niðurstöðu. Það er hins vegar kaldhæðnislegt að þá pattstöðu, sem er komin upp á pólitíska sviðinu, má að drjúgum hluta rekja til mistaka Steingríms á fyrstu dögum hans í fjármálaráðuneytinu. Í stað þess að fá fulltrúa allra stjórnmálaflokka til liðs við samninganefndina um Icesave, kaus hann að gera samherja sinn, Svavar Gestsson, að tákngervingi samninganna. Þar missti Steingrímur af tækifæri til að gera stjórnarandstöðuflokkana samseka um þennan óumflýjanlega ógnarsamning en lagði þeim þess í stað í hendur beitta fleyga til að reka inn í ríkisstjórnarsamstarfið. Þá hefur stjórnarandstaðan nýtt sér af svo miklum krafti að ríkisstjórnin er nú í besta falli stórlega lemstruð, ef ekki beinlínis dauðvona. Ef stjórnin gefur upp öndina er spurningin hvað tekur við. Þjóðstjórn vilja sumir meina. Aðrir segja utanþingsstjórn. Báðir kostir eru vondir. Ekki er líklegt að slíkar ríkisstjórnir gangi hratt og fumlaust til verka. Þeir stjórnarandstöðuþingmenn, sem mest hafa hamast, virðast ekki áfjáðir í að taka við stjórn landsins. Enda engin furða. Feiknar niðurskurður í umsvifum ríkisins er að sjálfsögðu ekki líklegur til vinsælda. Leiðin úr þessari stöðu gæti verið að Samfylking, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn bitu á jaxlinn og tækju að sér saman stjórnina og óhjákvæmilegar óvinsældir. Einhverjir þyrftu að taka eina, tvær u-beygjur svo slíkt samstarf gæti blessast, en við höfum nýleg dæmi um að slíkar æfingar þurfa ekki að vefjast fyrir mönnum. Hrunflokkastjórnin gæti hún kallast og verkefni hennar væri auðvitað tiltekt eftir þá flokka sem hana mynda, auk hraðrar stefnumörkunar í stóriðjumálum og uppbyggingar atvinnulífsins. VG væri þá komin í stjórnarandstöðu og allt aftur eins og það á að sér að vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Allt útlit er fyrir að einungis þrír flokkar séu starfhæfir á Alþingi þessa dagana: Framsókn, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur. Hinir tveir flokkarnir eru í svo bágbornu ástandi að þeir geta varla stýrt sér sjálfum. Borgarahreyfingin missti þingmann frá borði strax í sumar. Skömmu síðar sagði þingflokkur hreyfingarinnar skilið við megnið af baklandinu og hélt sína leið undir nýju nafni. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er klofin í herðar niður og bíður nú komu Steingríms formanns, sem væntanlegur er til landsins í dag. Máttur hans má vera mikill til að honum lukkist að binda hópinn svo saman að það dugi lengur en að næstu dagblaðafyrirsögn eða beinu sjónvarpsútsendingu. Vandamál VG er augljóst óþol í hluta þingflokksins og grasrótarinnar fyrir því að vera orðinn valdaflokkur og hluti af kerfinu. Þetta er auðvitað grátleg staða fyrir þann hluta VG sem vill leggja sitt af mörkum við stjórn landsins. Þar fer fremstur í flokki Steingrímur J. Sigfússon. Frammistaða hans í ríkisstjórn hefur fest hann í sessi sem yfirburða forystumann í íslensku stjórnmálalífi. Maður þarf ekki að vera samstiga honum í pólitík til að komast að þeirri niðurstöðu. Það er hins vegar kaldhæðnislegt að þá pattstöðu, sem er komin upp á pólitíska sviðinu, má að drjúgum hluta rekja til mistaka Steingríms á fyrstu dögum hans í fjármálaráðuneytinu. Í stað þess að fá fulltrúa allra stjórnmálaflokka til liðs við samninganefndina um Icesave, kaus hann að gera samherja sinn, Svavar Gestsson, að tákngervingi samninganna. Þar missti Steingrímur af tækifæri til að gera stjórnarandstöðuflokkana samseka um þennan óumflýjanlega ógnarsamning en lagði þeim þess í stað í hendur beitta fleyga til að reka inn í ríkisstjórnarsamstarfið. Þá hefur stjórnarandstaðan nýtt sér af svo miklum krafti að ríkisstjórnin er nú í besta falli stórlega lemstruð, ef ekki beinlínis dauðvona. Ef stjórnin gefur upp öndina er spurningin hvað tekur við. Þjóðstjórn vilja sumir meina. Aðrir segja utanþingsstjórn. Báðir kostir eru vondir. Ekki er líklegt að slíkar ríkisstjórnir gangi hratt og fumlaust til verka. Þeir stjórnarandstöðuþingmenn, sem mest hafa hamast, virðast ekki áfjáðir í að taka við stjórn landsins. Enda engin furða. Feiknar niðurskurður í umsvifum ríkisins er að sjálfsögðu ekki líklegur til vinsælda. Leiðin úr þessari stöðu gæti verið að Samfylking, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn bitu á jaxlinn og tækju að sér saman stjórnina og óhjákvæmilegar óvinsældir. Einhverjir þyrftu að taka eina, tvær u-beygjur svo slíkt samstarf gæti blessast, en við höfum nýleg dæmi um að slíkar æfingar þurfa ekki að vefjast fyrir mönnum. Hrunflokkastjórnin gæti hún kallast og verkefni hennar væri auðvitað tiltekt eftir þá flokka sem hana mynda, auk hraðrar stefnumörkunar í stóriðjumálum og uppbyggingar atvinnulífsins. VG væri þá komin í stjórnarandstöðu og allt aftur eins og það á að sér að vera.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun