Innlent

Vökvabann í flugi framlengt

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Evrópusambandið áformar að framlengja bann við að taka vökva í handfarangri í flug fram í apríl 2013. Verði bannið ekki framlengt mun það renna út í apríl næstkomandi.

Í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu kemur fram að seinkun hafi orðið á þróun tækjabúnaðar sem gera átti bannið óþarft.

Flugfarþegar geta því enn um skeið reiknað með því að þurfa að vera með vökva í 100 millilítra umbúðum eða minni ætli þeir að taka hann með sér í handfarangri, þótt einhverjir flugvellir fái undanþágu þegar nýi búnaðurinn hefur verið settur upp. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×