Innlent

Flautað á Íslandsbanka

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Á fjórða tug bifreiðaeigenda tók þátt í mótmælum sem hófust fyrir utan höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand í hádeginu. Safnast verður saman fyrir utan fjögur önnur fyrirtæki sem lána til bifreiðakaupa og flautað stanslaust í þrjár mínútur.

Samtökin Nýtt Ísland standa á bak við mótmælin en þau boða aðgerðir í hádeginu alla þriðjudaga í vetur eða þar til réttlátar leiðréttingar vegna höfuðstólshækkunar bílasamninga bílalánafyrirtækjanna gagnvart lántakendum verður mætt, að fram kemur í tilkynningu.

Auk Íslandsbanka verða fyrirtækin SP Fjármögnun, Lýsing, Tryggingamiðstöðin og Avant heimsótt í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×