Ísinn á Grænlandi bráðnar enn hraðar 15. desember 2009 06:00 skýrslan kynnt Kuupik Kleist, Pehr Stig Møller, Jonas Gahr Store og bandaríski vísindamaðurinn Bob Corell kynntu nýja skýrslu um áhrif hlýnunar loftslags á ísinn á Grænlandi ásamt Dahl-Jensen. fréttablaðið/kóp Vísindamenn á vegum heimskautaráðsins hafa sent frá sér skýrslu sem sýnir að heimskautaísinn á Grænlandi bráðnar mun hraðar en áður var talið. Tilvikum þar sem ísjakar brotna frá massanum hefur fjölgað um 30 prósent á áratug, úr 330 milljörðum tonna í 430 milljarða tonna. Dorthe Dahl-Jensen, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, er leiðtogi verkefnisins. „Við vitum að Norðurheimskautið hefur hlýnað gríðarlega síðustu hálfa öldina og hitinn á Grænlandi hefur hækkað meira en tvisvar sinnum heimsmeðaltalið. Þrátt fyrir að þetta væri vitað kemur það mjög á óvart og er ógnvekjandi að sjá hve hratt íshellan yfir Grænalandi bráðnar.“ Spurð hvaða ráð hún vildi gefa stjórnmálamönnum sem þinga víða hér í Bella Center, sagði hún það ekki vera í hennar verkahring. Hún sýndi fram á staðreyndir sem stjórnmálamenn yrðu að vinna úr. „Stjórnmálamenn óttast alltaf það sem vísindamenn leggja til málanna.“ Norski utanríkisráðherra, Jonas Gar Störe, hefur gefið út skýrslu í samvinnu við Nóbelsverðlaunahafann Al Gore. Jonas segir skýrsluna hafa sýnt að ástandið á Norðurheimskautinu hafi á síðustu árum farið úr því að vera alvarlegt í að verða enn verra. Það sem áður hafi virst öfgafullar aðstæður sé nú normið þar nyrðra. „Kaupmannahafnarráðstefnan verður að takast, það er ekkert flóknara. Við verðum að fara að hugsa hnattrænt um vandann í stað þess að einblína á nærumhverfið.“ Undir þetta tók Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur. Kaupmannahöfn gæti orðið byrjun á nýju ferli. Kuupik Kleist, forsætisráðherra Grænlands, segir heimsbyggðina verða að hugsa sem heild. Hann minnir þó á að heimskautaísinn sé ekki bara heimkynni framandi dýra, þar búi einnig fólk. Breytingar á loftslagi hafi sérstaklega mikil áhrif á fólk sem lifir á náttúrunni. Í skýrslu heimskautaráðsins segir að sé ekkert að gert muni bráðnun íshellunnar á Grænlandi stuðla að 5 til 10 sentímetra hækkun yfirborðs sjávar árið 2100. Hafi hlýnun loftslags sömu áhrif á brotnun ísjaka og undanfarið geti yfirborð sjávar hækkað um 20 sentímetra árið 2100. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira
Vísindamenn á vegum heimskautaráðsins hafa sent frá sér skýrslu sem sýnir að heimskautaísinn á Grænlandi bráðnar mun hraðar en áður var talið. Tilvikum þar sem ísjakar brotna frá massanum hefur fjölgað um 30 prósent á áratug, úr 330 milljörðum tonna í 430 milljarða tonna. Dorthe Dahl-Jensen, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, er leiðtogi verkefnisins. „Við vitum að Norðurheimskautið hefur hlýnað gríðarlega síðustu hálfa öldina og hitinn á Grænlandi hefur hækkað meira en tvisvar sinnum heimsmeðaltalið. Þrátt fyrir að þetta væri vitað kemur það mjög á óvart og er ógnvekjandi að sjá hve hratt íshellan yfir Grænalandi bráðnar.“ Spurð hvaða ráð hún vildi gefa stjórnmálamönnum sem þinga víða hér í Bella Center, sagði hún það ekki vera í hennar verkahring. Hún sýndi fram á staðreyndir sem stjórnmálamenn yrðu að vinna úr. „Stjórnmálamenn óttast alltaf það sem vísindamenn leggja til málanna.“ Norski utanríkisráðherra, Jonas Gar Störe, hefur gefið út skýrslu í samvinnu við Nóbelsverðlaunahafann Al Gore. Jonas segir skýrsluna hafa sýnt að ástandið á Norðurheimskautinu hafi á síðustu árum farið úr því að vera alvarlegt í að verða enn verra. Það sem áður hafi virst öfgafullar aðstæður sé nú normið þar nyrðra. „Kaupmannahafnarráðstefnan verður að takast, það er ekkert flóknara. Við verðum að fara að hugsa hnattrænt um vandann í stað þess að einblína á nærumhverfið.“ Undir þetta tók Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur. Kaupmannahöfn gæti orðið byrjun á nýju ferli. Kuupik Kleist, forsætisráðherra Grænlands, segir heimsbyggðina verða að hugsa sem heild. Hann minnir þó á að heimskautaísinn sé ekki bara heimkynni framandi dýra, þar búi einnig fólk. Breytingar á loftslagi hafi sérstaklega mikil áhrif á fólk sem lifir á náttúrunni. Í skýrslu heimskautaráðsins segir að sé ekkert að gert muni bráðnun íshellunnar á Grænlandi stuðla að 5 til 10 sentímetra hækkun yfirborðs sjávar árið 2100. Hafi hlýnun loftslags sömu áhrif á brotnun ísjaka og undanfarið geti yfirborð sjávar hækkað um 20 sentímetra árið 2100.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira