Innlent

Varað við fyrirframsköttum

Fyrirframskattheimta er varasöm að mati Marks Flanagans, yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um málefni Íslands.

Á fundi með Flanagan í gær kom fram að starfsfólk sjóðsins hafi varað stjórnvöld sérstaklega við slíkri skattheimtu í viðræðunum sem staðið hafa frá mánaðamótum og lauk í gær um aðra endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og AGS. Í umræðunni hefur verið bæði að heimta skatta fyrirfram af stóriðju og af lífeyrissjóðum.

Flanagan lagði áherslu á að varasamt væri að fresta nauðsynlegum aðgerðum með slíkum leiðum og varasamt að draga með þeim hætti úr skatttekjum framtíðar.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×