Morgunblaðsljósmyndari í vinnu fyrir lögregluna 7. febrúar 2009 08:30 Óðinn Jónsson „Mér finnst harla óeðlilegt að blaðamenn, ljósmyndarar eða tökumenn séu að vinna fyrir lögregluna," segir Óðinn Jónsson, fréttastjóri útvarps, um það að ljósmyndari Morgunblaðsins skuli einnig starfa sem ljósmyndari fyrir lögregluna. Ljósmyndarinn Júlíus Sigurjónsson hefur til margra ára starfað bæði sem ljósmyndari Morgunblaðsins og lögreglunnar í Reykjavík. Hann hefur einnig verið ljósmyndari slökkviliðsins og Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Aðrir miðlar hafa kvartað yfir því við lögreglu og slökkvilið að Júlíus hafi í krafti stöðu sinnar sem ljósmyndari embættanna haft annan og greiðari aðgang að starfsvettvangi þeirra en ljósmyndarar og tökumenn annarra miðla. „Við höfum ítrekað gert athugasemdir við þetta fyrirkomulag. Auðvitað er það óþolandi þegar lögreglan ræsir út blaðamann Morgunblaðsins á vettvang á sama tíma og hún veitir öðrum fjölmiðlum ekki upplýsingar þegar eftir þeim er leitað. Það er til nóg af sjálfstætt starfandi ljósmyndurum, utan fjölmiðla, sem eru tilbúnir að taka að sér þessi verkefni fyrir lögregluna," segir Jón Kaldal ritstjóri Fréttablaðsins. Mál af þessum toga kom síðast upp í fyrrakvöld þegar lögregla rannsakaði mannslát í dúfnakofa í Hafnarfirði. Varðstjóri lögreglu lét fjölmiðla ekki vita af málinu við venjubundna eftirgrennslan þeirra, en Júlíus var á vettvangi og myndaði fyrir lögregluna og Morgunblaðið. „Þetta skekkir samkeppnisstöðu fjölmiðlanna og gengur auk þess ekki upp, hvorki faglega né siðlega," segir Óðinn Jónsson. „Ég myndi aldrei leyfa mínu fólki að vinna við þetta fyrirkomulag." „Mér finnst það fullkomlega óeðlilegt og hreint með ólíkindum að ljósmyndari á fjölmiðli sé að vinna fyrir lögregluna," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Stöðvar 2 og Vísis. „Þær eru fleiri en tíu stórfréttirnar á undanförnum mánuðum sem þeir hafa náð í gegnum þessi einkennilegu sambönd. Það er bara óþolandi með öllu og ólíðandi. Við höfum átt fundi með Stefáni Eiríkssyni um málið og þeir fundir hafa engu skilað," segir Óskar. Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands, segist ekki hafa skoðun á því hvar fólk starfar samhliða blaðamennsku. Það sé hvers og eins að meta hvort trúverðugleiki er í húfi. „En lögreglan á auðvitað að tryggja að allir fjölmiðlar sitji við sama borð. Annað er óþolandi." Stefán Eiríksson lögreglustjóri staðfestir að Júlíus hafi „um árabil" starfað fyrir lögregluna og þegið greiðslur fyrir. „Ef það er afstaða blaðamanna og blaðaljósmyndara að óeðlilegt sé að ljósmyndarar sem starfa á fjölmiðlum selji myndir sem þeir taka til stofnana þá munum við sjálfsagt taka það til skoðunar," segir hann. Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Morgunblaðsins, sagðist í viðtali á Bylgjunni í gær aldrei hafa heyrt að Júlíus þæði laun hjá lögreglunni. stigur@frettabladid.isÓskar Hrafn ÞorvaldssonArna SchramStefán Eiríksson Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
„Mér finnst harla óeðlilegt að blaðamenn, ljósmyndarar eða tökumenn séu að vinna fyrir lögregluna," segir Óðinn Jónsson, fréttastjóri útvarps, um það að ljósmyndari Morgunblaðsins skuli einnig starfa sem ljósmyndari fyrir lögregluna. Ljósmyndarinn Júlíus Sigurjónsson hefur til margra ára starfað bæði sem ljósmyndari Morgunblaðsins og lögreglunnar í Reykjavík. Hann hefur einnig verið ljósmyndari slökkviliðsins og Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Aðrir miðlar hafa kvartað yfir því við lögreglu og slökkvilið að Júlíus hafi í krafti stöðu sinnar sem ljósmyndari embættanna haft annan og greiðari aðgang að starfsvettvangi þeirra en ljósmyndarar og tökumenn annarra miðla. „Við höfum ítrekað gert athugasemdir við þetta fyrirkomulag. Auðvitað er það óþolandi þegar lögreglan ræsir út blaðamann Morgunblaðsins á vettvang á sama tíma og hún veitir öðrum fjölmiðlum ekki upplýsingar þegar eftir þeim er leitað. Það er til nóg af sjálfstætt starfandi ljósmyndurum, utan fjölmiðla, sem eru tilbúnir að taka að sér þessi verkefni fyrir lögregluna," segir Jón Kaldal ritstjóri Fréttablaðsins. Mál af þessum toga kom síðast upp í fyrrakvöld þegar lögregla rannsakaði mannslát í dúfnakofa í Hafnarfirði. Varðstjóri lögreglu lét fjölmiðla ekki vita af málinu við venjubundna eftirgrennslan þeirra, en Júlíus var á vettvangi og myndaði fyrir lögregluna og Morgunblaðið. „Þetta skekkir samkeppnisstöðu fjölmiðlanna og gengur auk þess ekki upp, hvorki faglega né siðlega," segir Óðinn Jónsson. „Ég myndi aldrei leyfa mínu fólki að vinna við þetta fyrirkomulag." „Mér finnst það fullkomlega óeðlilegt og hreint með ólíkindum að ljósmyndari á fjölmiðli sé að vinna fyrir lögregluna," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Stöðvar 2 og Vísis. „Þær eru fleiri en tíu stórfréttirnar á undanförnum mánuðum sem þeir hafa náð í gegnum þessi einkennilegu sambönd. Það er bara óþolandi með öllu og ólíðandi. Við höfum átt fundi með Stefáni Eiríkssyni um málið og þeir fundir hafa engu skilað," segir Óskar. Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands, segist ekki hafa skoðun á því hvar fólk starfar samhliða blaðamennsku. Það sé hvers og eins að meta hvort trúverðugleiki er í húfi. „En lögreglan á auðvitað að tryggja að allir fjölmiðlar sitji við sama borð. Annað er óþolandi." Stefán Eiríksson lögreglustjóri staðfestir að Júlíus hafi „um árabil" starfað fyrir lögregluna og þegið greiðslur fyrir. „Ef það er afstaða blaðamanna og blaðaljósmyndara að óeðlilegt sé að ljósmyndarar sem starfa á fjölmiðlum selji myndir sem þeir taka til stofnana þá munum við sjálfsagt taka það til skoðunar," segir hann. Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Morgunblaðsins, sagðist í viðtali á Bylgjunni í gær aldrei hafa heyrt að Júlíus þæði laun hjá lögreglunni. stigur@frettabladid.isÓskar Hrafn ÞorvaldssonArna SchramStefán Eiríksson
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira