Það á að leyfa börnum að vera svolítið skítug endrum og eins. Í grein sem birtist í vísindaritinu Nature Medicine kemur fram að of mikið hreinlæti geti komið í veg fyrir að sár grói eðlilega.
Vísindamenn frá Kaliforníuháskóla í San Diego segja að venjuleg baktería á húðinni hjálpi til að hrinda af stað efnaskiptaferli sem komi í veg fyrir bólgur þegar fólk fær sár eða meiðir sig. Niðurstöður vísindamannanna ýta stoðum undir svokallaða hreinlætistilgátu (e. hygiene hypothesis).
Samkvæmt henni er hollt fyrir börn að komast í snertingu við örverur því slíkt komi í veg fyrir ofnæmi seinna á lífsleiðinni.- th