Mikil gróska í prjónaskap 25. nóvember 2009 03:00 Prjónakonur Þær Erla Sigurlaug og Ragnheiður Eiríksdóttir ætla að kenna Íslendingum þá list að prjóna. Erla gefur út bók en Ragnheiður dvd-disk. Sjá má frekari upplýsingar á síðum þeirra, blog.eyjan.is/ragnheidur og prjonaperlur.blogspot.com Fréttablaðið/Stefán Það ríkir mikið prjónaæði á Íslandi um þessar mundir. Til marks um það er komin út ný prjónabók og kennsludiskur fyrir byrjendur og lengra komna. „Við vildum forvitnast hvað sé að gerast í allri þessari prjónagrósku á Íslandi,“ segir Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, sem gefur út bókina Prjónaperlur – prjónað frá grasrótinni, ásamt frænku sinni, Halldóru Skarphéðinsdóttur. „Halldóra er þaulvön, en ég byrjaði bara í fyrra og þegar ég missti vinnuna fór ég að hugsa um þessa bók. Við Halldóra fórum á stúfana og söfnuðum alls konar uppskriftum frá prjónakonum héðan og þaðan af landinu og einum karli sem við erum mjög stoltar að hafa fundið,“ segir Erla, en í bókinni gefa átján prjónarar uppskriftir sínar auk höfundanna. Ein af þeim er Ragnheiður Eiríksdóttir, en hún er nú að gefa út DVD-diskinn Prjónum saman. Diskurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi, með prjónakennslu á íslensku. „Þetta er eitthvað sem hreinlega vantaði í okkar prjónaflóru svo ég ákvað bara að sinna þessu. Mér rann blóðið til skyldunnar,“ segir Ragnheiður og hlær. „Það er til mjög mikið af myndböndum á netinu sem fólk nýtur sér, en það eru alls ekki allir sem treysta sér til að nota leiðbeiningar á ensku,“ segir Ragnheiður, en á disknum fer hún í rúmlega fjörutíu aðferðir í prjóni fyrir byrjendur og lengra komna. Það er nokkuð ljóst að algjört prjónaæði ríkir á Íslandi um þessar mundir og aðspurðar segja bæði Erla og Ragnheiður það tengjast kreppunni að einhverju leyti. „Sjálf byrjaði ég að prjóna til að sinna sköpunarþörfinni. Ég fann loksins þörfina í gegnum mömmu og Halldóru sem eru báðar mjög vanar. Þetta er bara smitandi og það er rosalega gaman að sjá sína afurð verða til í höndunum. Kannski er það líka einhver tilfinning núna í kreppunni, einhver nægjusemi,“ segir Erla og Ragnheiður tekur í sama streng. „Ég held að það hafi verið komin ákveðin prjónabylgja í gang fyrir hrun og heimskreppuna miklu, en síðan hafi þetta náð miklu meiri útbreiðslu eftir hrun. Fólk er kannski meira að leita inn á við og að einhverri iðju sem er þægileg og skilur eitthvað eftir sig,“ segir Ragnheiður. alma@frettabladid.is Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira
Það ríkir mikið prjónaæði á Íslandi um þessar mundir. Til marks um það er komin út ný prjónabók og kennsludiskur fyrir byrjendur og lengra komna. „Við vildum forvitnast hvað sé að gerast í allri þessari prjónagrósku á Íslandi,“ segir Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, sem gefur út bókina Prjónaperlur – prjónað frá grasrótinni, ásamt frænku sinni, Halldóru Skarphéðinsdóttur. „Halldóra er þaulvön, en ég byrjaði bara í fyrra og þegar ég missti vinnuna fór ég að hugsa um þessa bók. Við Halldóra fórum á stúfana og söfnuðum alls konar uppskriftum frá prjónakonum héðan og þaðan af landinu og einum karli sem við erum mjög stoltar að hafa fundið,“ segir Erla, en í bókinni gefa átján prjónarar uppskriftir sínar auk höfundanna. Ein af þeim er Ragnheiður Eiríksdóttir, en hún er nú að gefa út DVD-diskinn Prjónum saman. Diskurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi, með prjónakennslu á íslensku. „Þetta er eitthvað sem hreinlega vantaði í okkar prjónaflóru svo ég ákvað bara að sinna þessu. Mér rann blóðið til skyldunnar,“ segir Ragnheiður og hlær. „Það er til mjög mikið af myndböndum á netinu sem fólk nýtur sér, en það eru alls ekki allir sem treysta sér til að nota leiðbeiningar á ensku,“ segir Ragnheiður, en á disknum fer hún í rúmlega fjörutíu aðferðir í prjóni fyrir byrjendur og lengra komna. Það er nokkuð ljóst að algjört prjónaæði ríkir á Íslandi um þessar mundir og aðspurðar segja bæði Erla og Ragnheiður það tengjast kreppunni að einhverju leyti. „Sjálf byrjaði ég að prjóna til að sinna sköpunarþörfinni. Ég fann loksins þörfina í gegnum mömmu og Halldóru sem eru báðar mjög vanar. Þetta er bara smitandi og það er rosalega gaman að sjá sína afurð verða til í höndunum. Kannski er það líka einhver tilfinning núna í kreppunni, einhver nægjusemi,“ segir Erla og Ragnheiður tekur í sama streng. „Ég held að það hafi verið komin ákveðin prjónabylgja í gang fyrir hrun og heimskreppuna miklu, en síðan hafi þetta náð miklu meiri útbreiðslu eftir hrun. Fólk er kannski meira að leita inn á við og að einhverri iðju sem er þægileg og skilur eitthvað eftir sig,“ segir Ragnheiður. alma@frettabladid.is
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira