Merzedes Club keppir í alþjóðlegri söngvakeppni 25. nóvember 2009 06:00 MEðal þeirra bestu <B>Merzedes Club </B>keppir um besta danstónlistarlagið á síðunni Eurodanceweb.net. Stjórnandi síðunnar, <B>Bruno Zuccon</B>, segist vera ákaflega hrifinn og spáir laginu töluverðri velgengni. „Við fundum þetta lag og okkur fannst það fullkomið fyrir Eurodanceweb,“ segir Ítalinn Boris Zuccon, stjórnandi síðunnar Eurodanceweb.net. Lag hljómsveitarinnar Merzedes Club, Meira frelsi, hefur verið valið í alþjóðlega söngvakeppni síðunnar sem er nú haldin í níunda sinn. „Við vissum af hljómsveitinni því hún tók þátt í undankeppni Eurovision og sýndi litrík tilþrif. Við fylgjumst með danstónlistarsenunni úti um allan heim og vorum forvitin að heyra eitthvað nýtt frá Merzedes Club,“ segir Boris. Keppnin stendur á milli vinsælla danstónlistar-laga frá 39 þjóðum. Dómnefnd sem er skipuð plötusnúðum, blaðamönnum og upptökustjórum víða um heim velur sinn sigurvegara en einnig geta netverjar kosið uppáhaldslagið sitt á síðunni. Tilkynnt verður um úrslitin í flokkunum tveimur í lok ársins. Ísland hefur þrisvar sinnum áður tekið þátt í keppninni, sem fer eingöngu fram á netinu. Í fyrra keppti Páll Óskar fyrir Íslands hönd með endurhljóðblöndun af laginu Betra líf og lenti í næstneðsta sæti. Árið 2003 tók GusGus þátt með laginu Call of the Wild og lenti í þrettánda sæti en besta árangrinum náði Bjartmar Þórðarson árið 2007 þegar hann varð ellefti með lagið Vil annan dag í paradís. „Íslandi hefur ekki gengið vel til þessa en við höldum að ykkur gangi betur í ár því lagið hefur mjög alþjóðlegan hljóm,“ segir Boris um Meira frelsi. „Íslendingar hafa núna einn mánuð til að kjósa Merzedes Club.“ Sigurvegarar keppninnar fá glæsileg sýndarverðlaun frá Eurodanceweb. Engin peningaverðlaun eru í boði og ekkert meira fæst fyrir sigurinn, nema auðvitað heiðurinn sem honum fylgir. Reyndar stefna Boris og félagar á að halda tónleika á Ítalíu á næsta ári til að fagna tíu ára afmæli Eurodanceweb þar sem fjöldi tónlistarmanna myndi koma fram. Hlynur Áskelsson úr Merzedes Club er ánægður með þátttökuna í keppninni. „Þetta hlýjar mér um hjartaræturnar en kemur mér ekki á óvart. Við prufukeyrðum þetta lag í Portúgal á sínum tíma og þá var Merzedes Club að trekkja að, enda er Barði frábær tónlistarmaður,“ segir Hlynur og á þar við höfundinn Barða Jóhannsson. Hlynur útilokar ekki endurkomu Merzedes Club í framhaldinu með tilheyrandi tónleikaferð. „Við gáfum út stórkostlega plötu sem við náðum aldrei almennilega að fylgja eftir. Það yrði æðislegt ef við myndum vinna þetta því við erum orðin svo blönk núna. Við gerum hvað sem er fyrir meira brúnkusprey og nokkrar evrur.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira
„Við fundum þetta lag og okkur fannst það fullkomið fyrir Eurodanceweb,“ segir Ítalinn Boris Zuccon, stjórnandi síðunnar Eurodanceweb.net. Lag hljómsveitarinnar Merzedes Club, Meira frelsi, hefur verið valið í alþjóðlega söngvakeppni síðunnar sem er nú haldin í níunda sinn. „Við vissum af hljómsveitinni því hún tók þátt í undankeppni Eurovision og sýndi litrík tilþrif. Við fylgjumst með danstónlistarsenunni úti um allan heim og vorum forvitin að heyra eitthvað nýtt frá Merzedes Club,“ segir Boris. Keppnin stendur á milli vinsælla danstónlistar-laga frá 39 þjóðum. Dómnefnd sem er skipuð plötusnúðum, blaðamönnum og upptökustjórum víða um heim velur sinn sigurvegara en einnig geta netverjar kosið uppáhaldslagið sitt á síðunni. Tilkynnt verður um úrslitin í flokkunum tveimur í lok ársins. Ísland hefur þrisvar sinnum áður tekið þátt í keppninni, sem fer eingöngu fram á netinu. Í fyrra keppti Páll Óskar fyrir Íslands hönd með endurhljóðblöndun af laginu Betra líf og lenti í næstneðsta sæti. Árið 2003 tók GusGus þátt með laginu Call of the Wild og lenti í þrettánda sæti en besta árangrinum náði Bjartmar Þórðarson árið 2007 þegar hann varð ellefti með lagið Vil annan dag í paradís. „Íslandi hefur ekki gengið vel til þessa en við höldum að ykkur gangi betur í ár því lagið hefur mjög alþjóðlegan hljóm,“ segir Boris um Meira frelsi. „Íslendingar hafa núna einn mánuð til að kjósa Merzedes Club.“ Sigurvegarar keppninnar fá glæsileg sýndarverðlaun frá Eurodanceweb. Engin peningaverðlaun eru í boði og ekkert meira fæst fyrir sigurinn, nema auðvitað heiðurinn sem honum fylgir. Reyndar stefna Boris og félagar á að halda tónleika á Ítalíu á næsta ári til að fagna tíu ára afmæli Eurodanceweb þar sem fjöldi tónlistarmanna myndi koma fram. Hlynur Áskelsson úr Merzedes Club er ánægður með þátttökuna í keppninni. „Þetta hlýjar mér um hjartaræturnar en kemur mér ekki á óvart. Við prufukeyrðum þetta lag í Portúgal á sínum tíma og þá var Merzedes Club að trekkja að, enda er Barði frábær tónlistarmaður,“ segir Hlynur og á þar við höfundinn Barða Jóhannsson. Hlynur útilokar ekki endurkomu Merzedes Club í framhaldinu með tilheyrandi tónleikaferð. „Við gáfum út stórkostlega plötu sem við náðum aldrei almennilega að fylgja eftir. Það yrði æðislegt ef við myndum vinna þetta því við erum orðin svo blönk núna. Við gerum hvað sem er fyrir meira brúnkusprey og nokkrar evrur.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira