Fótbolti

Guðbjörg fór úr axlarlið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðbjörg er ekki alveg svona kát núna.
Guðbjörg er ekki alveg svona kát núna. Mynd/stefán

Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu á laugardag er það leikur gegn því hollenska.

Guðbjörg fór úr axlarlið í tapleik Djurgarden gegn Umea í kvöld.

Atvikið átti sér stað þegar Umea skoraði sitt annað mark í leiknum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Guðbjörg fer úr axlarlið en hún hefur verið afar óheppin með meiðsli í gegnum tíðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×