Fótbolti

Bellamy spilar líklega ekki meira á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Craig Bellamy, framherji Manchester City, er ekki kátur.
Craig Bellamy, framherji Manchester City, er ekki kátur. Mynd/GettyImages

Craig Bellamy, framherji Manchester City, í ensku úrvalsdeildinni, mun líklega ekki spila meira með á þessu tímabili vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í Evrópuleik á móti þýska liðinu Hamburg.

Bellamy sem er orðinn 29 ára gamall hefur ekki verið með í síðustu þremur leikjum Manchester City og hann mun ekki bara missa af leikjum enska liðsins heldur einnig landsleikjum Wales í undankeppni HM 2010. Bellamy hefur skorað fimm mörk fyrir City-liðið í vetur en hann hefur byrjað tíu leiki.

„Craig mun hvíla í tvær vikur til viðbótar og síðan kemur hann í enduræfingu til að styrkja hnéð. Hann gæti náð einhverjum leikjum en það eru ekki mikla líkur á því," sagði Mark Hughes, stjóri Manchester City, á heimasíðu félagsins.

Bellamy er ekki eini sóknarmaðurinn hjá City sem glímir við meiðsli því Shaun Wright-Phillips hefur einnig misst af síðustu þremur leikjum liðsins vegna ökklameiðsla.

Manchester City er sem stendur í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en stefnir á að tryggja sér sæti með sjö efstu og þar með þátttökurétt í Evrópukeppninni á næsta tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×