Fótbolti

Stabæk vann sinn fyrsta sigur í norsku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pálmi Rafn Pálmason.
Pálmi Rafn Pálmason. Mynd/Daníel

Pálmi Rafn Pálmason og félagar í Stabæk unnu sinn fyrsta sigur í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir að hafa gert jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum. Stabæk vann Fredrikstad 1-0 á útivelli.

Varamaðurinn Mikkel Diskerud skoraði eina markið á 86. mínútu leiksins. Hann hafði komið inn á völlinn aðeins sex mínútum fyrr.

Pálmi Rafn Pálmason lék allan leikinn í framlínu Stabæk en Garðar Jóhannsson sat allan tímann á varamannabekk Fredrikstad.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×