Fótbolti

Annað stórtapið í röð hjá íslensku strákunum í GAIS

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Reynir Gunnarsson spilaði í 33 mínútur í kvöld.
Guðmundur Reynir Gunnarsson spilaði í 33 mínútur í kvöld. Mynd/Anton

Það gengur ekki nægilega vel Íslendingaliðinu GAIS í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið tapað 3-0 fyrir Trelleborg á útivelli í kvöld.

GAIS vann 5-1 stórsigur á Örgryte á útivelli í fyrstu umferð en hefur síðan tapað tveimur leikjum í röð, fyrst 1-4 á heimavelli á móti Helsingborgs og síðan 3-0 fyrir Trelleborg í kvöld.

Guðmundur Reynir Gunnarsson (57. mín) og Eyjólfur Héðinsson (74. mín) komu báðir inn á sem varamenn en Guðjón Baldvinsson sat á bekknum allan leikinn. Hallgrímur Jónasson var ekki í hóp hjá GAIS. Guðmundur Reynir kom inn á í stöðunni 2-0 fyrir Trelleborg.

GAIS er í 12. sæti af 16 liðum með 3 stig eftir þrjár umferðir og markatöluna 6-8.

Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn með Elfsborg sem gerði 1-1 jafntefli við Kalmar á heimavelli. Elfsborg er með 5 stig eftir 3 leiki og er í 7. sæti deildarinnar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×