Innlent

Nauðgaði barnungum nágranna sínum ítrekað

Héraðsdómur Norðurlands eystra.
Héraðsdómur Norðurlands eystra.

Piltur sem er fæddur árið 1985 hefur verið dæmdur fyrir að nauðga og misnota kynferðislega nágranna sínum sem þá var níu ára. Misnotkunin náði yfir þriggja ára tímabil. Piltarnir voru nágrannar og vinir. Á milli þeirra eru sex ár.

Gerandinn hélt því fram fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra að hann hafi byrjað að misnota drenginn þegar hann var sex sjö ára gamall og sjálfur hafi hann þá verið tólf - þrettán ára.

Brotin sem hann var dæmdur fyrir voru að hafa þrisvar haft endaþarmsmök við barnið. Einnig að hafa fróað honum og látið hann fróa sér. Að lokum hafði gerandinn munnmök við barnið og lét hann hafa munnmök við sig.

Drengirnir voru nágrannar þegar misnotkunin stóð yfir. Sjálfur sagði gerandinn fyrir rétti að hann hefði séð klám sem varð til þess að hann taldi hegðun sína ekki afbrigðilega eða saknæma.

Fórnarlambið sagði að gerandinn hefði boðið sér tölvuleiki og pening fyrir kynferðislega greiða.

Málið komst ekki upp fyrr en á síðasta ári.

Gerandinn var dæmdur í fimm mánaða fangelsi en refsing skal frestast eða niður falla haldi hann almennt skilorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×