Innlent

Gripin tólf sinnum við að stela vanilludropum

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness.

Kona á fertugsaldri hefur verið ákærð fyrir að stela 109 glösum af vanilludropum í tólf ránsferðum. Konan er ákærð fyrir alls sextán þjófnaðarbrot. Mál á hendur konunni var þingfest í héraðsdómi Reykjaness í dag.

Í þeim tilfellum stal hún auk vanilludropanna eintökum af tímaritunum Vogue og Elle en einnig stal hún tveimur bókum. Þá greip hún með sér sítrónu- og kardimommudropa í nokkrum ránsferðanna. Hún er einnig ákærð fyrir fjársvik.

Brotin áttu sér stað á sex mánaða tímabili. Ákæruvaldið fer fram á að konan verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá fer Hagkaup fram á skaðabætur upp á 810 kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×