Innlent

Ferðamenn gera kjarakaup

í tölvuverslun Erlendir ferðamenn kaupa fartölvur í hrönnum af EJS. Gengið er þeim hagstætt eftir að krónan hrundi.fréttablaðið/pjetur
í tölvuverslun Erlendir ferðamenn kaupa fartölvur í hrönnum af EJS. Gengið er þeim hagstætt eftir að krónan hrundi.fréttablaðið/pjetur

Erlendir ferðamenn koma í hópum í tölvuverslunina EJS í Reykjavík og á Akureyri og kaupa fartölvur, enda er gengið þeim hagstætt. „Ferðamenn eru að gera kjarakaup og það er mjög hagstætt verð hjá okkur og hefur alltaf verið. Einnig erum við að bjóða útlendingunum upp á alþjóðlega ábyrgð,“ segir Bjarni Þór Sigurðsson, sölustjóri EJS. Kaupæðið hófst strax í október í fyrra í kjölfar gengishrunsins.

„Um jólin var síðan mikið um að Íslendingar í skólum erlendis og fólk sem var búsett erlendis keypti sér fartölvu hér til að taka með sér út,“ segir Bjarni.

Mikið af skemmtiferðarskipum hefur verið í höfn á Akureyri frá því í vor og segir Bjarni að mikið sé um að teknar séu rútuferðir í verslanir. Einnig komi margir almennir ferðamenn og kaupi af þeim.

Fartölvusala hefur verið góð hjá fyrirtækinu frá bankahruninu að sögn Bjarna og sala til almennings milli ára stendur í stað. Fyrirtækin séu hins vegar að draga saman og því dragist salan til þeirra saman.

Hann segir að tölvumerkið Dell sé sjaldgæft í verslunum erlendis og því séu ferðamenn spenntir fyrir því. Þeir þurfi venjulega að panta tölvurnar á netinu í sínu heimalandi.- vsp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×