Innlent

Stal vodka, gini og níu dokkum af lopa

Konan stal áfengi og lopa.
Konan stal áfengi og lopa.

Ákæra á hendur 46 ára gamalli konu var þingfest í héraðsdómi Reykjaness í dag. Konan er ákærð fyrir að hafa stolið áfengi og lopa.

Fyrsta brotið framdi konan í júlí 2008 en þá stal hún pela af Koskenkorva vodka að verðmæti 2.299 úr verslun ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi. Annað brotið framdi hún í ágúst sama ár þegar hún stal pela af Gordons Gini úr ÁTVR í Hveragerði.

Þriðja brotið átti sér stað í febrúar á þessu ári þegar konan var gripin í verslun Hagkaupa í Kringlunni við að stela níu dokkum að lopa.

Krafist er að ákærða verði dæmt til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×