Sport

Holland komst í undanúrslit á EM eftir mikla dramatík

Ómar Þorgeirsson skrifar
Frá leik Frakklands og Hollands í kvöld.
Frá leik Frakklands og Hollands í kvöld. Nordic photos/AFP

Holland bar sigurorð af Frakklandi í seinni leiknum í átta-liða úrslitum á lokakeppni EM í Finnlandi í dag.

Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Í vítaspyrnukeppninni og bráðabana hafði Holland svo betur, 4-5.

Bæði lið skoruðu úr fyrstu fjórum spyrnum sínum en svo kom ótrúlegur kafli þar sem fimm vítaspyrnur fóru forgörðum í röð áður en Anouk Hoogendijk skoraði úr síðustu spyrnu Hollands og tryggði liðinu farseðilinn í undanúrslitin.

Í undanúrslitunum leikur Holland geg Englandi en þær ensku lögðu heimalið Finnlands að velli fyrr í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×