Innlent

Skáli OR brann til kaldra kola

Skáli Orkuveitu Reykjavíkur í Reykjadal á Hengilsvæðinu brann til kaldra kola í nótt en níu ungmenni sem þar voru stafaði engin hætta af eldinum. Það var upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi sem tilkynning barst um eld í skála. Fór þá lið lögreglu, sex slökkviliðsmenn úr Hveragerði auk tveggja bíla og sexhjóla Hjálparsveitar skáta í Hveragerði til að aðstoða við að flytja ungmennin til byggða.

Varðstjóri hjá Slökkviliðinu sagði í samtali við fréttastofu nú fyrir fréttir að þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn hafi húsið þegar verið ónýtt og því ekkert hægt að gera til að bjarga skálanum, sem er einkum nýttur af göngufólki á Hengilsvæðinu. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá grilli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×