Erlent

Skrúfað fyrir gas til Úkraínu

Höfuðstöðvar Gazprom í Moskvu.
Höfuðstöðvar Gazprom í Moskvu.

Rússneka orkufyrirtækið Gazprom skrúfaði í morgun fyrir gas til Úkraínu. Það var gert vegna deilna um ógreidda reikninga og verð á gasi fyrir árið 2009. Evrópubúar óttast gasskort því Gazprom er með fjóðurngs markaðshlutdeild á Evrópusambandssvæðinu og gas flutt í gegnum leiðslur sem liggja um Úkraínu.

Talsmaður Gazprom segir að aukið verði við gasflutninga með öðrum leiðum. Ráðamenn í Kænugarði vilja setjast aftur að samningaborðinu en óvíst hvenær það verður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×