Þóra tekur fram skóna á ný 31. október 2009 07:00 Þóra reimar á sig skóna og er klædd í landsliðstreyju Ítalíu. Hún segir konur vel geta átt heilagan tíma eins og karlarnir.Fréttablaðið/Stefán Sífellt færist í vöxt að konur taki sig saman og spili fótbolta. Hingað til hefur slíkt aðallega loðað við karlkynið en sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir telur kvenkynið alveg eins eiga rétt á þessum „heilaga“ tíma. Sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir hefur tekið fram skóna á nýjan leik eftir töluverða fjarveru frá fótbolta. Hún æfir í Hlíðaskóla ásamt vöskum hópi kvenna undir nafninu FC Þú sparkar eins og stelpa. Hart er tekist á á æfingum enda eru sérstök verðlaun í boði á árshátíð félagsins fyrir flottustu áverkana. Þóra segir konur eiga ekkert síður rétt á „heilögum“ tíma eins og karlarnir og bumbuboltinn þeirra. „Mennirnir geta farið á þessar æfingar hvernig sem ástandið er heima fyrir af því að þetta er „heilagur tími“. Konur geta alveg eins átt svoleiðis stundir,“ segir Þóra sem æfði frá unga aldri með Breiðabliki þar til hún tók handboltann fram yfir. Sjónvarpskonan hefur engu síður haft brennandi áhuga á knattspyrnu og lék nokkra leiki með ungmennafélaginu Drangi og bjó einnig til lítið lið í Washington, þegar hún var þar við nám, sem var blandað körlum og konum. Þegar Þóra sneri heim var lítið um svona „utandeildarlið“ en Þóra telur árangur kvennalandsliðsins hafa kveikt í margri kvennakempunni. „Þetta eru alveg þvílíkar fyrirmyndir. Ég fór með stjúpdætur mínar þrjár á heimildarmyndina og þær voru alveg agndofa.“ Enn er hins vegar ekki komin formleg utandeild í kvennaknattspyrnu eins og hefð hefur verið fyrir hjá körlum en sjónvarpskonan bindur vonir við að það geti orðið að veruleika í náinni framtíð. „Það væri alveg frábært, að geta æft einu sinni í viku og svo spilað einn leik. Það er ekki mikið meiri tími sem maður hefur í þetta.“ freyrgigja@frettabladid.is Fræknar fótboltahetjur Þóra í miðjunni ásamt þeim (fr.v) Ágústu Sigmarsdóttur, Bryndísi Pétursdóttur, Sólveigu Ingadóttur og Bryndísi Sveinsdóttur. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Sífellt færist í vöxt að konur taki sig saman og spili fótbolta. Hingað til hefur slíkt aðallega loðað við karlkynið en sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir telur kvenkynið alveg eins eiga rétt á þessum „heilaga“ tíma. Sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir hefur tekið fram skóna á nýjan leik eftir töluverða fjarveru frá fótbolta. Hún æfir í Hlíðaskóla ásamt vöskum hópi kvenna undir nafninu FC Þú sparkar eins og stelpa. Hart er tekist á á æfingum enda eru sérstök verðlaun í boði á árshátíð félagsins fyrir flottustu áverkana. Þóra segir konur eiga ekkert síður rétt á „heilögum“ tíma eins og karlarnir og bumbuboltinn þeirra. „Mennirnir geta farið á þessar æfingar hvernig sem ástandið er heima fyrir af því að þetta er „heilagur tími“. Konur geta alveg eins átt svoleiðis stundir,“ segir Þóra sem æfði frá unga aldri með Breiðabliki þar til hún tók handboltann fram yfir. Sjónvarpskonan hefur engu síður haft brennandi áhuga á knattspyrnu og lék nokkra leiki með ungmennafélaginu Drangi og bjó einnig til lítið lið í Washington, þegar hún var þar við nám, sem var blandað körlum og konum. Þegar Þóra sneri heim var lítið um svona „utandeildarlið“ en Þóra telur árangur kvennalandsliðsins hafa kveikt í margri kvennakempunni. „Þetta eru alveg þvílíkar fyrirmyndir. Ég fór með stjúpdætur mínar þrjár á heimildarmyndina og þær voru alveg agndofa.“ Enn er hins vegar ekki komin formleg utandeild í kvennaknattspyrnu eins og hefð hefur verið fyrir hjá körlum en sjónvarpskonan bindur vonir við að það geti orðið að veruleika í náinni framtíð. „Það væri alveg frábært, að geta æft einu sinni í viku og svo spilað einn leik. Það er ekki mikið meiri tími sem maður hefur í þetta.“ freyrgigja@frettabladid.is Fræknar fótboltahetjur Þóra í miðjunni ásamt þeim (fr.v) Ágústu Sigmarsdóttur, Bryndísi Pétursdóttur, Sólveigu Ingadóttur og Bryndísi Sveinsdóttur.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira