Þóra tekur fram skóna á ný 31. október 2009 07:00 Þóra reimar á sig skóna og er klædd í landsliðstreyju Ítalíu. Hún segir konur vel geta átt heilagan tíma eins og karlarnir.Fréttablaðið/Stefán Sífellt færist í vöxt að konur taki sig saman og spili fótbolta. Hingað til hefur slíkt aðallega loðað við karlkynið en sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir telur kvenkynið alveg eins eiga rétt á þessum „heilaga“ tíma. Sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir hefur tekið fram skóna á nýjan leik eftir töluverða fjarveru frá fótbolta. Hún æfir í Hlíðaskóla ásamt vöskum hópi kvenna undir nafninu FC Þú sparkar eins og stelpa. Hart er tekist á á æfingum enda eru sérstök verðlaun í boði á árshátíð félagsins fyrir flottustu áverkana. Þóra segir konur eiga ekkert síður rétt á „heilögum“ tíma eins og karlarnir og bumbuboltinn þeirra. „Mennirnir geta farið á þessar æfingar hvernig sem ástandið er heima fyrir af því að þetta er „heilagur tími“. Konur geta alveg eins átt svoleiðis stundir,“ segir Þóra sem æfði frá unga aldri með Breiðabliki þar til hún tók handboltann fram yfir. Sjónvarpskonan hefur engu síður haft brennandi áhuga á knattspyrnu og lék nokkra leiki með ungmennafélaginu Drangi og bjó einnig til lítið lið í Washington, þegar hún var þar við nám, sem var blandað körlum og konum. Þegar Þóra sneri heim var lítið um svona „utandeildarlið“ en Þóra telur árangur kvennalandsliðsins hafa kveikt í margri kvennakempunni. „Þetta eru alveg þvílíkar fyrirmyndir. Ég fór með stjúpdætur mínar þrjár á heimildarmyndina og þær voru alveg agndofa.“ Enn er hins vegar ekki komin formleg utandeild í kvennaknattspyrnu eins og hefð hefur verið fyrir hjá körlum en sjónvarpskonan bindur vonir við að það geti orðið að veruleika í náinni framtíð. „Það væri alveg frábært, að geta æft einu sinni í viku og svo spilað einn leik. Það er ekki mikið meiri tími sem maður hefur í þetta.“ freyrgigja@frettabladid.is Fræknar fótboltahetjur Þóra í miðjunni ásamt þeim (fr.v) Ágústu Sigmarsdóttur, Bryndísi Pétursdóttur, Sólveigu Ingadóttur og Bryndísi Sveinsdóttur. Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Sífellt færist í vöxt að konur taki sig saman og spili fótbolta. Hingað til hefur slíkt aðallega loðað við karlkynið en sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir telur kvenkynið alveg eins eiga rétt á þessum „heilaga“ tíma. Sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir hefur tekið fram skóna á nýjan leik eftir töluverða fjarveru frá fótbolta. Hún æfir í Hlíðaskóla ásamt vöskum hópi kvenna undir nafninu FC Þú sparkar eins og stelpa. Hart er tekist á á æfingum enda eru sérstök verðlaun í boði á árshátíð félagsins fyrir flottustu áverkana. Þóra segir konur eiga ekkert síður rétt á „heilögum“ tíma eins og karlarnir og bumbuboltinn þeirra. „Mennirnir geta farið á þessar æfingar hvernig sem ástandið er heima fyrir af því að þetta er „heilagur tími“. Konur geta alveg eins átt svoleiðis stundir,“ segir Þóra sem æfði frá unga aldri með Breiðabliki þar til hún tók handboltann fram yfir. Sjónvarpskonan hefur engu síður haft brennandi áhuga á knattspyrnu og lék nokkra leiki með ungmennafélaginu Drangi og bjó einnig til lítið lið í Washington, þegar hún var þar við nám, sem var blandað körlum og konum. Þegar Þóra sneri heim var lítið um svona „utandeildarlið“ en Þóra telur árangur kvennalandsliðsins hafa kveikt í margri kvennakempunni. „Þetta eru alveg þvílíkar fyrirmyndir. Ég fór með stjúpdætur mínar þrjár á heimildarmyndina og þær voru alveg agndofa.“ Enn er hins vegar ekki komin formleg utandeild í kvennaknattspyrnu eins og hefð hefur verið fyrir hjá körlum en sjónvarpskonan bindur vonir við að það geti orðið að veruleika í náinni framtíð. „Það væri alveg frábært, að geta æft einu sinni í viku og svo spilað einn leik. Það er ekki mikið meiri tími sem maður hefur í þetta.“ freyrgigja@frettabladid.is Fræknar fótboltahetjur Þóra í miðjunni ásamt þeim (fr.v) Ágústu Sigmarsdóttur, Bryndísi Pétursdóttur, Sólveigu Ingadóttur og Bryndísi Sveinsdóttur.
Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira