Ásdís og Eldfuglinn 5. nóvember 2009 05:45 Tónlist Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari.mynd/SÍ Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari tekst í kvöld á við einn helsta víólukonsert liðinnar aldar eftir William Walton á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Ásdís er ein þeirra Íslendinga sem hafa náð hvað lengst í tónlist á alþjóðlegum vettvangi. Hún lærði við Juilliard-tónlistarskólann og var víóluleikari Chilingirian-kvartettsins um árabil, auk þess sem hún hefur komið fram með mörgum helstu tónlistarmönnum heims, meðal annars Claudio Abbado, Maxim Vengerov og Gidon Kremer, og hljóðritað fyrir Deutsche Grammophon og EMI. Á tónleikunum verður líka leikin Corelli-fantasían eftir Tippett, sem aldrei hefur verið flutt á Íslandi fyrr. Það var árið 1953 sem Edinborgarhátíðin pantaði verkið í tilefni þess að 300 ár voru liðin frá fæðingu barokkmeistarans Corellis og útkoman er afar skemmtilegur bræðingur gamalla og nýrra tíma. Eftir hlé verður Eldfuglinn eftir Ígor Stravinskíj fluttur. Stravinskíj var eitt merkasta og frægasta tónskáld 20. aldarinnar. Eldfuglinn var fyrsta stóra verkið sem hann samdi, en hann var þá 27 ára gamall. Upphaflega var verkið ballett og þegar Eldfuglinn var frumsýndur í París varð Stravinskíj heimsfrægur á einni nóttu. Síðan samdi hann marga balletta sem líka urðu frægir, meðal annars Vorblót sem þótti svo nútímalegt að uppþot urðu þegar það var flutt í fyrsta sinn. Frægð Stravinskíjs gerði það að verkum að allir vildu starfa með honum að því að skapa ný verk; málarinn Pablo Picasso hannaði sviðsmyndir og tískudrottningin Coco Chanel gerði búninga við balletta hans. Í seinni heimsstyrjöldinni fluttist Stravinskíj til Bandaríkjanna ásamt konu sinni og síðustu áratugina átti hann heima í Beverly Hills þar sem hann samdi nútímatónlist sína umkringdur kvikmyndastjörnum. Meðal annarra frægra verka eftir Stravinskíj eru Petrúska, Pulcinella og Sálmasinfónían. Að heyra Eldfuglinn á tónleikum er upplifun sem lætur engan ósnortinn. Víólukonsertinn samdi Walton á árunum 1928-29. Sir Thomas Beecham, sá goðsagnakenndi stjórnandi, hafði beðið hann um slíkt verk handa breska víólusnillingnum Lionel Tertis, sem gerði öðrum mönnum meira til að koma lágfiðlunni í flokk einleikshljóðfæra á 20. öld. En þegar til kom var Tertis ósáttur við verkið - kannski af því hann var ekki hafður með í ráðum, hugsanlega fannst honum einnig lítið koma til þeirrar frægðar sem tónskáldið hafði notið undanfarin ár - og sendi það aftur til höfundarins um hæl. Walton tók þetta afar nærri sér enda framúrskarandi lágfiðluleikarar ekki á hverju strái. Í raun kom aðeins einn annar til greina, tónskáldið Paul Hindemith sem var átta árum eldri en Walton og lék meðal annars í strengjatríói með Szymon Goldberg og Emanuel Feuermann. Það var Hindemith sem lék einleiksrulluna við frumflutninginn í Lundúnum 3. október 1929 - fyrir rétt rúmum átta áratugum. Svo öllu sé haldið til haga sá Tertis að sér síðar, lærði konsertinn og flutti hann víða um heim með góðum árangri. Hann hefur einu sinni hljómað hér á landi, í flutningi Ingvars Jónassonar í febrúar 1980. Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands stendur fyrir kynningu á undan tónleikum hljómsveitarinnar annað kvöld. Kynningin fer fram í Safnaðarheimili Neskirkju og hefst kl. 18 með súpu og meðlæti. Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri SÍ, kynnir síðan Eldfuglinn eftir Stravinskíj í tali og tónum og fjallar einnig lítillega um verk eftir Walton og Tippett sem einnig eru á efnisskránni.pbb@frettabladid.is Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari tekst í kvöld á við einn helsta víólukonsert liðinnar aldar eftir William Walton á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Ásdís er ein þeirra Íslendinga sem hafa náð hvað lengst í tónlist á alþjóðlegum vettvangi. Hún lærði við Juilliard-tónlistarskólann og var víóluleikari Chilingirian-kvartettsins um árabil, auk þess sem hún hefur komið fram með mörgum helstu tónlistarmönnum heims, meðal annars Claudio Abbado, Maxim Vengerov og Gidon Kremer, og hljóðritað fyrir Deutsche Grammophon og EMI. Á tónleikunum verður líka leikin Corelli-fantasían eftir Tippett, sem aldrei hefur verið flutt á Íslandi fyrr. Það var árið 1953 sem Edinborgarhátíðin pantaði verkið í tilefni þess að 300 ár voru liðin frá fæðingu barokkmeistarans Corellis og útkoman er afar skemmtilegur bræðingur gamalla og nýrra tíma. Eftir hlé verður Eldfuglinn eftir Ígor Stravinskíj fluttur. Stravinskíj var eitt merkasta og frægasta tónskáld 20. aldarinnar. Eldfuglinn var fyrsta stóra verkið sem hann samdi, en hann var þá 27 ára gamall. Upphaflega var verkið ballett og þegar Eldfuglinn var frumsýndur í París varð Stravinskíj heimsfrægur á einni nóttu. Síðan samdi hann marga balletta sem líka urðu frægir, meðal annars Vorblót sem þótti svo nútímalegt að uppþot urðu þegar það var flutt í fyrsta sinn. Frægð Stravinskíjs gerði það að verkum að allir vildu starfa með honum að því að skapa ný verk; málarinn Pablo Picasso hannaði sviðsmyndir og tískudrottningin Coco Chanel gerði búninga við balletta hans. Í seinni heimsstyrjöldinni fluttist Stravinskíj til Bandaríkjanna ásamt konu sinni og síðustu áratugina átti hann heima í Beverly Hills þar sem hann samdi nútímatónlist sína umkringdur kvikmyndastjörnum. Meðal annarra frægra verka eftir Stravinskíj eru Petrúska, Pulcinella og Sálmasinfónían. Að heyra Eldfuglinn á tónleikum er upplifun sem lætur engan ósnortinn. Víólukonsertinn samdi Walton á árunum 1928-29. Sir Thomas Beecham, sá goðsagnakenndi stjórnandi, hafði beðið hann um slíkt verk handa breska víólusnillingnum Lionel Tertis, sem gerði öðrum mönnum meira til að koma lágfiðlunni í flokk einleikshljóðfæra á 20. öld. En þegar til kom var Tertis ósáttur við verkið - kannski af því hann var ekki hafður með í ráðum, hugsanlega fannst honum einnig lítið koma til þeirrar frægðar sem tónskáldið hafði notið undanfarin ár - og sendi það aftur til höfundarins um hæl. Walton tók þetta afar nærri sér enda framúrskarandi lágfiðluleikarar ekki á hverju strái. Í raun kom aðeins einn annar til greina, tónskáldið Paul Hindemith sem var átta árum eldri en Walton og lék meðal annars í strengjatríói með Szymon Goldberg og Emanuel Feuermann. Það var Hindemith sem lék einleiksrulluna við frumflutninginn í Lundúnum 3. október 1929 - fyrir rétt rúmum átta áratugum. Svo öllu sé haldið til haga sá Tertis að sér síðar, lærði konsertinn og flutti hann víða um heim með góðum árangri. Hann hefur einu sinni hljómað hér á landi, í flutningi Ingvars Jónassonar í febrúar 1980. Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands stendur fyrir kynningu á undan tónleikum hljómsveitarinnar annað kvöld. Kynningin fer fram í Safnaðarheimili Neskirkju og hefst kl. 18 með súpu og meðlæti. Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri SÍ, kynnir síðan Eldfuglinn eftir Stravinskíj í tali og tónum og fjallar einnig lítillega um verk eftir Walton og Tippett sem einnig eru á efnisskránni.pbb@frettabladid.is
Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira