Reiður Einar Már í Danmörku 5. nóvember 2009 06:00 Hrósað Einari Má er hrósað í hástert fyrir Hvítu bókina í dönskum fjölmiðlum. Politiken gefur henni fimm stjörnur. Fréttablaðið/Arnþór Einar Már er kominn heim úr frægðarför um Danmörk þar sem danskir fjölmiðlar hafa tekið Hvítu bókinni hans opnum örmum. Danskir fjölmiðlar fara lofsamlegum orðum um Hvítu bók Einars Más Guðmundssonar sem kom út þar í landi fyrir skömmu. Bókin fjallar um íslenska efnahagshrunið. Dagblaðið Kristeligt Dagblad birtir flennistórt viðtal við íslenska rithöfundinn undir fyrirsögninni: „Einar er ikke bare skuffet – Einar er vred“, sem myndi útleggjast á hið ylhýra: „Einar er ekki bara vonsvikinn – Einar er reiður“. Í viðtalinu fer rithöfundurinn um víðan völl og segir meðal annars að fjöldi fólks hafi komið að máli við hann og sagt að hann gæti komið á prent hugsunum þeirra. „Ég varð þess vegna einhvers konar búktalari,“ segir Einar. Reiði Einars er sögð skína í gegn á síðum bókarinnar en sjálfur vill rithöfundurinn ekkert kannast við þá tilfinningu í samtali við Fréttablaðið. „Ef þeim finnst ég vera reiður þá er það bara þeirra mat á því. Sjálfur upplifi ég þetta ekki svoleiðis, mér finnst þetta sett fram af mikilli yfirvegun þótt auðvitað séu miklar tilfinningar í spilunum.“ Einar fór í kjölfar útgáfu bókarinnar í nokkur viðtöl, var meðal annars myndaður fyrir framan verslunarmiðstöðina Magasin Du Nord af danskri sjónvarpsstöð af augljósum ástæðum. Hann hélt síðan í mikla upplestrarferð um Vestur-Jótland, heimsótti smábæi og þorp sem fæstir hafa heyrt um og upplifði þar á köflum minnkað ástand af íslenskum veruleika. „Mér var sagt að í sumum smábæjum þorðu bankamenn ekki út úr húsi. Þeir höfðu kannski ráðlagt fólki að leggja ævisparnað sinn í hlutabréfakaup sem síðar meir hrundu í verði.“ Gagnrýnendur danskra fjölmiðla eru allir á einu máli um gæði bókarinnar. Gagnrýnandi Politiken, Poul Pedersen, þykir Hvíta bókin alveg einstaklega vel skrifuð bók og gefur henni fimm stjörnur. Hann lætur þar ekki staðar numið heldur spyr sig hvar danskir rithöfundar séu. Því svo sannarlega ríki líka efnahagsleg krísa heima fyrir. „Eru danskir rithöfundar virkilega svona uppteknir af eigin list að þeir hafa gleymt samfélaginu sem þeir lifa í?“ spyr Pedersen og bætir við: „Hvar er eiginlega reiðin í Danmörku?“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Einar Már er kominn heim úr frægðarför um Danmörk þar sem danskir fjölmiðlar hafa tekið Hvítu bókinni hans opnum örmum. Danskir fjölmiðlar fara lofsamlegum orðum um Hvítu bók Einars Más Guðmundssonar sem kom út þar í landi fyrir skömmu. Bókin fjallar um íslenska efnahagshrunið. Dagblaðið Kristeligt Dagblad birtir flennistórt viðtal við íslenska rithöfundinn undir fyrirsögninni: „Einar er ikke bare skuffet – Einar er vred“, sem myndi útleggjast á hið ylhýra: „Einar er ekki bara vonsvikinn – Einar er reiður“. Í viðtalinu fer rithöfundurinn um víðan völl og segir meðal annars að fjöldi fólks hafi komið að máli við hann og sagt að hann gæti komið á prent hugsunum þeirra. „Ég varð þess vegna einhvers konar búktalari,“ segir Einar. Reiði Einars er sögð skína í gegn á síðum bókarinnar en sjálfur vill rithöfundurinn ekkert kannast við þá tilfinningu í samtali við Fréttablaðið. „Ef þeim finnst ég vera reiður þá er það bara þeirra mat á því. Sjálfur upplifi ég þetta ekki svoleiðis, mér finnst þetta sett fram af mikilli yfirvegun þótt auðvitað séu miklar tilfinningar í spilunum.“ Einar fór í kjölfar útgáfu bókarinnar í nokkur viðtöl, var meðal annars myndaður fyrir framan verslunarmiðstöðina Magasin Du Nord af danskri sjónvarpsstöð af augljósum ástæðum. Hann hélt síðan í mikla upplestrarferð um Vestur-Jótland, heimsótti smábæi og þorp sem fæstir hafa heyrt um og upplifði þar á köflum minnkað ástand af íslenskum veruleika. „Mér var sagt að í sumum smábæjum þorðu bankamenn ekki út úr húsi. Þeir höfðu kannski ráðlagt fólki að leggja ævisparnað sinn í hlutabréfakaup sem síðar meir hrundu í verði.“ Gagnrýnendur danskra fjölmiðla eru allir á einu máli um gæði bókarinnar. Gagnrýnandi Politiken, Poul Pedersen, þykir Hvíta bókin alveg einstaklega vel skrifuð bók og gefur henni fimm stjörnur. Hann lætur þar ekki staðar numið heldur spyr sig hvar danskir rithöfundar séu. Því svo sannarlega ríki líka efnahagsleg krísa heima fyrir. „Eru danskir rithöfundar virkilega svona uppteknir af eigin list að þeir hafa gleymt samfélaginu sem þeir lifa í?“ spyr Pedersen og bætir við: „Hvar er eiginlega reiðin í Danmörku?“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira