LJÚFSÁR, ALÍSLENSK JÓLAMYND 5. nóvember 2009 06:00 hilmar oddsson Nýjasta mynd Hilmars nefnist Desember og fjallar á ljúfsáran hátt um alvarlega hluti í íslensku samfélagi. Fréttablaðið/gva Kvikmyndin Desember eftir Hilmar Oddsson verður frumsýnd á morgun. Hún fjallar á ljúfsáran hátt um alvarlega hluti í íslensku samfélagi. Desember er ljúfsár gamanmynd sem gerist í Reykjavík á jólunum. Hún fjallar um popparann Jonna (Tómas Lemarquis) sem snýr heim til Íslands eftir að hafa flutt óvænt til Argentínu nokkrum árum áður. Hann dreymir um að ná gömlu hljómsveitinni sinni saman á ný, endurnýja kynnin við kærustuna sína (Lay Low) og hlakkar til að halda jól í faðmi fjölskyldunnar. Fljótlega uppgötvar hann að allt hefur breyst og heimurinn sem hann þekkti áður stendur á haus. „Einhver sagði að þetta væri „feelgood-mynd“ og kannski er hún það. Það eru fáránlegar, broslegar uppákomur í henni og þú ferð vonandi út af henni með bros á vör,“ segir leikstjórinn Hilmar Oddsson. „Þetta er jólamynd, örugglega fyrsta íslenska jólamyndin og þótt hún sé ekki Love Actually þá fer hún í þann flokk. Hún var tekin um síðustu jól og þau voru sérstök fyrir margra hluta sakir. Það var enginn snjór og engar skreytingar en samt voru þetta jól.“ Hugmyndin að Desember kom í miðju góðærinu og voru það Hilmar og handritshöfundurinn Páll Kristinn Pálsson sem veltu henni á milli sín. „Þetta var þegar allir voru í brjálaðri útrás og einhverjum flottræfilshætti. Á sama tíma var venjulegt fólk í Reykjavík sem gat ekki haldið jól vegna þess að fjárhagurinn var svo bágur. Hlutunum var svo misskipt,“ segir Hilmar. „Við ætluðum að gera mynd um alvarlega hluti á eins léttan hátt og hægt væri. Þannig byrjaði þetta en svo gerist það að það sem við vorum að fjalla um og átti að vera ábending með smá ádeilu var orðið að hlutskipti þorra almennings eftir að allt hrundi.“ Hilmar og samstarfsfólk hans var í fjögur ár að ljúka við myndina og lítur hann á það sem kraftaverk að hún hafi náð að klárast þrátt fyrir erfiðar aðstæður. „Við erum að gera mynd í fullri stærð án þess að slaka á gæðakröfum. Þetta er töff og það hlýtur að segja eitthvað um ástand samfélagsins og kvikmyndagerðarmanna að það hafa aldrei fleiri myndir verið á leiðinni og meira en helmingur þeirra fær ekki krónu úr kvikmyndasjóði.“ Einnig er vert að minnast þess að myndin er sú fyrsta sem er alfarið unnin hér á landi þegar öll hljóð- og myndvinnsla er tekin með í reikninginn. Hilmar segist hafa tekið mikla áhættu með því að ráða Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur, Lay Low, í annað aðalhlutverkanna og sér ekki eftir því. „Hún skilar þessu eins og engill. Hún er með mjög mikinn myndþokka og geislar af hlýju og fegurð. Þegar hún skilar þessu eins fallega og hún gerir er maður bara stoltur og ánægður,“ segir hann og ber öðrum leikurum einnig vel söguna: „Tommi er yndislegur og ég er rosalega ánægður með alla leikarana og eiginlega allt. Þetta eru allt frábærar manneskjur og miklir fagmenn.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Kvikmyndin Desember eftir Hilmar Oddsson verður frumsýnd á morgun. Hún fjallar á ljúfsáran hátt um alvarlega hluti í íslensku samfélagi. Desember er ljúfsár gamanmynd sem gerist í Reykjavík á jólunum. Hún fjallar um popparann Jonna (Tómas Lemarquis) sem snýr heim til Íslands eftir að hafa flutt óvænt til Argentínu nokkrum árum áður. Hann dreymir um að ná gömlu hljómsveitinni sinni saman á ný, endurnýja kynnin við kærustuna sína (Lay Low) og hlakkar til að halda jól í faðmi fjölskyldunnar. Fljótlega uppgötvar hann að allt hefur breyst og heimurinn sem hann þekkti áður stendur á haus. „Einhver sagði að þetta væri „feelgood-mynd“ og kannski er hún það. Það eru fáránlegar, broslegar uppákomur í henni og þú ferð vonandi út af henni með bros á vör,“ segir leikstjórinn Hilmar Oddsson. „Þetta er jólamynd, örugglega fyrsta íslenska jólamyndin og þótt hún sé ekki Love Actually þá fer hún í þann flokk. Hún var tekin um síðustu jól og þau voru sérstök fyrir margra hluta sakir. Það var enginn snjór og engar skreytingar en samt voru þetta jól.“ Hugmyndin að Desember kom í miðju góðærinu og voru það Hilmar og handritshöfundurinn Páll Kristinn Pálsson sem veltu henni á milli sín. „Þetta var þegar allir voru í brjálaðri útrás og einhverjum flottræfilshætti. Á sama tíma var venjulegt fólk í Reykjavík sem gat ekki haldið jól vegna þess að fjárhagurinn var svo bágur. Hlutunum var svo misskipt,“ segir Hilmar. „Við ætluðum að gera mynd um alvarlega hluti á eins léttan hátt og hægt væri. Þannig byrjaði þetta en svo gerist það að það sem við vorum að fjalla um og átti að vera ábending með smá ádeilu var orðið að hlutskipti þorra almennings eftir að allt hrundi.“ Hilmar og samstarfsfólk hans var í fjögur ár að ljúka við myndina og lítur hann á það sem kraftaverk að hún hafi náð að klárast þrátt fyrir erfiðar aðstæður. „Við erum að gera mynd í fullri stærð án þess að slaka á gæðakröfum. Þetta er töff og það hlýtur að segja eitthvað um ástand samfélagsins og kvikmyndagerðarmanna að það hafa aldrei fleiri myndir verið á leiðinni og meira en helmingur þeirra fær ekki krónu úr kvikmyndasjóði.“ Einnig er vert að minnast þess að myndin er sú fyrsta sem er alfarið unnin hér á landi þegar öll hljóð- og myndvinnsla er tekin með í reikninginn. Hilmar segist hafa tekið mikla áhættu með því að ráða Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur, Lay Low, í annað aðalhlutverkanna og sér ekki eftir því. „Hún skilar þessu eins og engill. Hún er með mjög mikinn myndþokka og geislar af hlýju og fegurð. Þegar hún skilar þessu eins fallega og hún gerir er maður bara stoltur og ánægður,“ segir hann og ber öðrum leikurum einnig vel söguna: „Tommi er yndislegur og ég er rosalega ánægður með alla leikarana og eiginlega allt. Þetta eru allt frábærar manneskjur og miklir fagmenn.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira