Lífið

Bjarni Hall gefur út sólóplötu

Bjarni Hall Fer nýjar leiðir á sinni fyrstu sólóplötu.fréttablaðið/valli
Bjarni Hall Fer nýjar leiðir á sinni fyrstu sólóplötu.fréttablaðið/valli

„Tónlistin er ekkert lík Jeff Who? allavega. Ef ég væri að gera þannig tónlist myndi ég gera hana með hljómsveitinni,“ segir Bjarni Lárus Hall, söngvari hljómsveitarinnar Jeff Who?

Bjarni lauk nýverið við sína fyrstu sólóplötu, The Long Way Home. Hann vonast til að geta gefið plötuna út í byrjun desember, en það veltur á hvenær hún kemur úr framleiðslu, sem hófst fyrir helgi.

„Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa tónlistinni, þetta er mjög lágstemmd plata,“ segir Bjarni og bætir við að andrúmsloftið á plötunni sé gott. „Ég sótti innblástur í tónlist áttunda áratugsins.“

Bjarni fær hjálp frá Adda G og Nóa úr hljómsveitinni Leaves á plötunni. Nói trommar og Addi spilar á það sem Bjarni spilar ekki á sjálfur. „Ég syng, spila á gítar og á bassa í einu lagi,“ segir Bjarni, sem er mjög ánægður með útkomuna.

Elstu lög plötunnar eru frá 2005 og þau nýjustu voru samin í ár. Platan kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti, en ekkert hafði spurst út um plötuna þangað til hún var tilbúin. „Upphaflega ætlaði ég að gera plötuna fyrir mig,“ segir Bjarni. „En fyrst að hún er tilbúin og flott þá ákvað ég að gefa hana út.“ - afb
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.