Erlent

Átökin í Afganistan og Pakistan ógna stöðugleikanum

Forsætisráðherrann heimsótti Pakistan og fundaði með ráðamönnum um hryðjuverkaógnina.
Forsætisráðherrann heimsótti Pakistan og fundaði með ráðamönnum um hryðjuverkaógnina. Mynd/AP

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir að átökin og óróleikinn í landamærahéruðum Afganistans og Pakistans ógna stöðugleikanum í Pakistan og heimshlutanum. Vesturlönd hafa síðustu misseri haft áhyggjur af auknum umsvifum Talibana við og í Pakistan.

Í óvæntri heimsókn sinni til Afganistans í morgun sagði forsætisráðherrann eftir fund sinn með Hamid Karzai, forseta landsins, að vagga hryðjuverka væri við landamæri Afganistans og Pakistans.

Brown heimsótti einnig ráðamenn í Islamabad, höfuðborg Pakistans. Þar sagðist hann vilja vinna náið með stjórnvöldum við að uppræta starfsemi hryðjuverkamanna því það gerði Bretland og um leið heiminn betri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×