Innlent

Hvetja til hlés á mótmælum um helgina

MYND/NordicPhotos/Þorgeir
Borgararhreyfing um þjóðfund 1. des., Landsmenn gegn ríkisstjórninni, Iceland-Calling og Nýir Tímar hvetja í sameiningu til þess að mótmælendur hætti mótmælum og yfirgefi miðbæinn næstkomandi föstudags- og laugardagskvöld.

Samtökin segja verulega hættu vera á að til skrílsláta komi þegar góðglaðir næturgestir öldurhúsa telja sjálfum sér trú um að þeir hafi göfug markmið í huga með skemmdarverkum Þau segja mikilvægt fyrir ábyrga og friðsama mótmælendur og hreyfinguna alla að við séum ekki bendluð við slíkt.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að mótmælin undanfarnar vikur hafi borið árangur. Ríkisstjórnin sé fallin og forsætisráðherra hafi flúið úr stjórnarráðinu í gær. Þá sé stofnun samtakanna "Nýtt lýðveldi" þar sem Ísland verður fært úr flokksveldi til lýðræðis með stuðningi allra þeirra grasrótarhreyfinga sem hafa haft sig í frammi undanfarið, í burðarliðnum.

„Við hvetjum hinsvegar til áframhaldandi friðsamlegra mótmæla á öðrum tímum, stanslaust, þar til núverandi ríkisstjórn hefur sagt af sér og hvetjum alla landsmenn til að mæta á Austurvöll næstkomandi laugardag klukkan 15:00."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×